Allir nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa aðgang að þjónustu námsráðgjafa. Námsráðgjafi er með skrifstofu í bóknámshúsi skólans.

Námsráðgjafi FNV er:

Tinna Dögg Gunnarsdóttir, netfang: tinna@fnv.is

Nemendur geta pantað viðtal hjá námsráðgjafa með því að panta tíma í gegnum Innu, hafa samband við skrifstofu skólans eða haft beint samband við námsráðgjafa.

Starfssvið námsráðgjafa

Námsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda, styður þá og liðsinnir í þeim málum er varða nám þeirra og skólavist. Námsráðgjöf er persónuleg leiðsögn við nemendur og fer fram í trúnaði. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa af margvíslegum ástæðum og einnig geta kennarar vísað nemendum til námsráðgjafa.

Námstækni og skipulagning tíma

Tímaáætlanir, gott skipulag, markviss vinnubrögð og góð ástundun eru lykilþættir sem stuðla að góðum námsárangri. Í framhaldsskóla ber nemandinn sjálfur ábyrgð á gerð námsáætlunar með aðstoð deildarstjóra og/eða námsráðgjafa. Gott er að gera tímaáætlun og skipuleggja tímann sinn frá degi til dags og gera þannig ráð fyrir tíma til að stunda heimanám, samvera með fjölskyldu og vinum, íþróttir, vinna o.s.frv.

Vikuáætlun (Skjal)

Skipulags- og verkefnatafla (Skjal)

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að skipuleggja og halda utan um nám sitt.

Nemendur með sértæka námsörðugleika

Nemendur sem hafa fengið greiningu um námsörðugleika hjá sérkennara, sálfræðingi eða lækni þegar þeir hefja nám við skólann er bent á að koma í viðtal hjá námsráðgjafa sem fyrst. Nemendur sem glíma við einhverskonar námsörðugleika geta sótt um ýmis úrræði í prófum. Þar má til dæmis nefna lengdan próftíma, sérstofu, nemendur geta óskað eftir því að fá prófin sín lesin upp, lituð prófblöð og fleira.

Veikindi

Nemendur sem glíma við langtímaveikindi sem hamla þeim við nám og/eða mætingar hafa samband við námsráðgjafa. Námsráðgjafi metur með hvaða móti skólinn getur komið til móts við nemendur svo að viðkomandi nemandi geti stundað námið og falli ekki á mætingu sökum veikinda.

Persónulegir erfiðleikar

Erfiðar aðstæður nemenda, skilnaður foreldra, vandamál í einkalífi, þungun, kvíði, prófkvíði, þunglyndi, lítið sjálfstraust, vinaleysi, ofbeldi, vímuefnanotkun og fleira geta haft mjög slæm áhrif á námsgengi. Nemendur eru hvattir til að leita sér aðstoðar. Námsráðgjafi og félagsráðgjafi vinna saman og í samstarfi við aðra fagaðila að lausn mála.

Upplýsingar

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að leita upplýsinga um nám og námsleiðir við FNV og einnig í öðrum skólum. Þetta á meðal annars við nám í öðrum framhaldsskólum og í háskólum. Eins getur námsráðgjafi aðstoðað við að afla upplýsinga um nám erlendis.

Ráðgjöf vegna vals á námi og starfi

Áhugasvið nemenda skiptir miklu varðandi náms- og starfsval. Nemendur hafa kost á því að taka áhugasviðsprófið Bendill II hjá námsráðgjafa. Með því að taka slíkt próf er hægt að kanna skipulega ýmsa möguleika á náms- og starfsvali með hliðsjón af áhugasviði.

www.bendill.is

www.naestaskref.is

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kynningarfundir frá HR vorið 2022

Almenn kynning

Frásagnir nemenda

Instagram síða HR

Kynningarfundir frá HR haustið 2020

Íþróttafræði

Sálfræði

Viðskiptafræði

Lögfræði

Tölvunarfræðideild

Iðn- og tæknifræði

Verkfræði