- Skólinn
- Skólanámskrá
- Skólinn
- Útgefið efni
- Foreldrar og forráðamenn
- Námið
- Stúdentsbrautir
- Iðnnámsbrautir
- Starfsnámsbrautir
- Ítarefni
- Íþróttaakademía
- Starfsbraut
- Dreifnám
- Helgarnám í iðngreinum
- Þjónusta
- Fjarnám
- Innritun
Nemendur geta stundað dreifnám við FNV frá Blönduósi, Hólmavík eða Hvammstanga. Kennarar eru í kennslustofu á Sauðárkróki en nemendur í stofu í heimabæ. Markmiðið er að nemendur geti lokið í heimabæ almennum greinum iðnbrauta og kjarnagreinum stúdentsbrauta, a.m.k. þeim áföngum sem eru á 1. og 2. þrepi. Umsjónarmenn dreifnáms eru Lee Ann Maginnis Blönduósi, Atli Már Atlason Hólmavík og Rakel Runólfsdóttir Hvammstanga. Nemendur í dreifnámi taka þátt í öllum helstu viðburðum og ferðalögum á vegum skólans.
Nemendur í dreifnámi eru hluti af nemendahópum í FNV. Öll kennsla fer fram gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og eru kennarar staðsettir þar. Umjónarmenn dreifnáms halda utan um starfsemi í heimabæjum. Samskiptavefurinn Moodle er notaður, þar setja kennarar inn efni og nemendur skila verkefnum og sumum prófum þar í gegn. Nemendur í dreifnámi taka öll próf í heimabæjum.
Nemendur í dreifnámi þurfa að mæta í staðnám á Sauðárkróki 10 daga á önn. Staðnámið er mikilvægt, en markmiðið með því er að tengja saman nemendur og kennara. Auk þess hafa nemendur þá tækifæri til að taka þátt í félagslífi í stærra skólaumhverfi. Ferðatilhögun hefur verið á þann veg að nemendur koma með strætó og eru á heimavist FNV í fæði og húsnæði og fara svo til baka með strætó. Á þessum dögum taka nemendur þátt í hefðbundnum kennslustundum, en geta auk þess nýtt sér þjónustu kennara í verkefnavinnu.
Sauðárkróki 01.08.2022