Hestaliðabraut (Staðfestingarnúmer 232)

Tveggja ára braut í hestamennsku sem miðar að því að undirbúa nemendur annars vegar fyrir störf á hestaleigum og í hestaferðum, og hins vegar sem aðstoðarmenn við tamningar. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum og jafnframt að gefa nemendum tækifæri til að stunda nám í hestamennsku þar sem byggt er á svokölluðu knapamerkjakerfi. Meðalnámstími 4 annir auk 12 vikna starfsþjálfunar (tvö sumur). Að loknu tveggja ára námi í hestamennsku geta nemendur bætt við sig þriðja árinu og lokið því samhliða stúdentsprófi. Skipulagt hefur verið þriggja ára nám til stúdentsprófs samhliða námi í hestamennsku.

Minnispunktar fyrir nemendur á hestabraut

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi. Nemandinn sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á og af baki.

Skipulag

Nám á hestaliðabraut er bæði bóklegt og verklegt. Námið fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góðan almennan grunn og mikið val.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum, verkefnum, prófum (verklegum sem og bóklegum), jafningjamati og sjálfsmati. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.

Reglur um námsframvindu

Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 118 einingar. Fullt nám er 30 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.

Hæfniviðmið

  • takast á við fjölbreytt störf tengd hestamennsku.
  • hafa færni til að sinna grunnþáttum er lúta að hirðingu og aðbúnaði hesta.
  • hafa færni í eigin reiðmennsku, geta riðið allar gangtegundir íslenska hestsins á viðeigandi hátt.
  • þekkja helstu aðferðir við þjálfun hrossa og geta aðstoðað við faglega þjálfun hests.
  • þekkja helstu aðferðir við þjálfun hrossa og geta aðstoðað við faglega þjálfun hests.
  • geta metið heilsufarslegt ástand hrossa og vita hvenær þarf að leita aðstoðar til úrlausnar vandamálum.
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt um hestamennsku.
  • geta aflað upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
  • taka þátt í rökræðum um hestamennsku þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
  • meta eigin styrkleika og veikleika.
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
  • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins og skynsamlegrar nýtingar þess og vernduna.
  • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.
  • vera meðvitaður um öryggisatriði fagsins og geta miðlað almennum reglum um öryggismál.
  • geta aðstoðað við kennslu og hjá börnum og/eða minna vönum.

Skipting á annir

Kjarni

Almennur kjarni: 39 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 2TM05 0 10 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 3 0 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 1FL02 2SV02 2NS01 5 3 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HÞ01 1HÞ02 3 0 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 0 5 0
Einingafjöldi 39 11 28 0
Brautarkjarni: 74 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Fóðrun og heilsa (hestabraut) FÓHE 1GR03 2HU03 3 3 0
Hestamennska HEST 1GR05 1GF05 1JÁ01 2GÞ05 2KF03 11 8 0
Leiðbeinandi í hestamennsku LEIH 2HE05 0 5 0
Reiðmennska REIM 1GR05 1GF05 2GÞ05 2KF05 10 10 0
Undirbúningur fyrir starfsþjálfun í hestamennsku VINU 2FH02 3SH02 0 2 2
Vinnustaðanám í hestamennsku VINH 2FH10 3SH10 0 10 10
Einingafjöldi 74 24 38 12

Bundið pakkaval

5 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Íslenska ÍSLE 2BM05 0 5 0
Einingafjöldi 5 0 5 0
5 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Stærðfræði STÆR 2TÖ05 0 5 0
Einingafjöldi 5 0 5 0

Frjálst val

Frjálst val: 0 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0 0 0
Einingafjöldi 0 0 0 0