Skólinn stuðlar að heilbrigðum lífsháttum nemenda sinna. Hann leitast við að efla áhuga þeirra á lífi án áfengis, tóbaks og annarra vímuefna.

Markmiðum þessum hyggst skólinn ná með því að:

  1. veita forvarnarfræðslu fyrir nemendur, aðstandendur þeirra og starfsmenn skólans,
  2. leitast við að flétta forvarnir inn í kennslu og félagsstarf skólans,
  3. sjá nemendum fyrir viðfangsefnum sem stuðla að jákvæðri sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og sjálfsaga,
  4. kynna starfsfólki og nemendum skýrar reglur um umgengni og hegðun gagnvart ávana- og fíkniefnum og framfylgja viðurlögum við brotum á þeim,
  5. gera sérstaka stuðningsáætlun fyrir ungmenni í áhættuhópi,
  6. taka þátt í samstarfi við aðila utan skólans sem sinna forvarnastarfi,
  7. hafa stefnu skólans í forvörnum í stöðugri endurskoðun.