Námsbrautir til stúdentsprófs

Félagsvísindabraut (Staðfestingarnúmer 48)

Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði félagsgreina og sálfræði. Brautin er góður undirbúningur undir nám á háskólastigi í félagsgreinum og sálfræði.

Fjölgreinabraut (Staðfestingarnúmer 45)

Á fjölgreinabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og mikið val nemenda. Brautin er góður almennur undirbúningur undir nám á háskólastigi, með áherslum í vali geta nemendur undirbúið sig fyrir frekara nám á áhugasviðum sínum. Val nemenda verður að vera í samráði við deildarstjóra og námsráðgjafa.

Hestabraut (Staðfestingarnúmer 231)

Námsbrautin er þriggja ára námsbraut í hestamennsku sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í heistamennsku á háskólastigi. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum og jafnframt að gefa nemendum tækifæri til að stunda nám í hestamennsku þar sem byggt er á svokölluðu knapamerkjakerfi. Náminu lýkur með stúdentsprófi. Meðalnámstími 6 annir auk 12 vikna starfsþjálfunar (tvö sumur).

Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 47)

Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda. Brautin er góður undirbúningur undir nám á háskólastigi í náttúru- og raunvísindum, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum.