- Skólinn
- Skólanámskrá
- Skólinn
- Útgefið efni
- Foreldrar og forráðamenn
- Námið
- Stúdentsbrautir
- Iðnnámsbrautir
- Starfsnámsbrautir
- Ítarefni
- Íþróttaakademía
- Starfsbraut
- Dreifnám
- Helgarnám í iðngreinum
- Þjónusta
- Fjarnám
- Innritun
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra ætlar að huga að umhverfismálum í allri sinni starfsemi og halda neikvæðum áhrifum í lágmarki. Stofnunin leggur sitt að mörkum til þess að skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsáttmálanum sé náð og tekur virkan þátt í baráttunni við hlýnun jarðar.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi skólans vegna umherfismála sé fylgt.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019. Stofnunin stefnir einnig að því að kolefnisjafna þá losun sem eftir stendur frá árinu 2020.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur sett sér umhverfisstefnu og loftslagsstefnu og fjalla þær um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi skólans. Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að mæla:
Þessi stefna tekur til umhverfisáhrifa vegna reksturs Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og varðar allt starfsfólk skólans. FNV er staðsettur á Sauðárkróki en starfsfólk býr um allt land. Lögð er áhersla á að þeir þættir sem fjallað er um í stefnunni séu mældir.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur frá árinu 2020 haldið Grænt bókhald þar sem haldið er utan um stærstu umhverfisþætti vegna starfsemi skólans. Niðurstöður Græns bókhalds eru nýttar til þess að móta stefnu og aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Fyrir 1. apríl ár hvert er Grænu bókhaldi skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Umhverfisnefnd sér um að taka bókhaldið saman. Umhverfis- og loftslagsstefna er rýnd árlega af umhverfisnefnd og uppfærð þegar við á. Uppfærslur eru lagðar fyrir á starfsmannafundi til samþykktar. Niðurstöðum Græns bókhalds er miðlað á vef skólans ár hvert sem og á vef Umhverfisstofnunar.
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis og loftslagsmálum og hefur sett sér markmið til þess að standa við það í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnur skólans. Markmið FNV er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030 miðað við árið 2019. Stærstur hluti losunar FNV er tilkominn vegna ferða ferða sem tengjast starfinu, bæði innanlands og erlendis. Annar stór hluti losunar er vegna úrgangs. Skólinn ætlar að draga úr losun vegna samgangna og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Einnig ætlar skólinn í gagngera greiningu á úrgangsmyndun með það að markmiði að draga úr losun vegna hans.