Menningarkvöldið er einn stærsti viðburður skólaársins og er það haldið á haustönninni. Á menningarkvöldinu er fjölbreytnin jafnan höfð að leiðarljósi, en þó er yfirleitt boðið upp á fasta liði eins og „body paint“ keppni, „drag show“ og dans- og tónlistaratriði. Nemendafélagið sér um allt skipulag og undirbúning kvöldsins, en dagskráin er öllum opin og eru menningarkvöldin yfirleitt vel lukkuð og vel sótt.