1. Til að nemandi geti brautskráðst frá skólanum þarf hann að hafa uppfyllt kröfur um brautskráningu af viðkomandi námsbraut, þar af a.m.k. 50% af einingafjölda brautarinnar frá FNV eða skólum sem FNV er í samstarfi við um nám á einstökum námsbrautum. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessari reglu til skólameistara ef sérstakar ástæður mæla með því.
  2. Brautskráning fer fram í INNU í lok haustannar og vorannar. Formleg brautskráningarathöfn fer fram að vori. Hyggist brautskráningarnemi ekki vera viðstaddur brautskráningarathöfn að vori skal hann tilkynna það símleiðis eða með tölvupósti til skrifstofu skólans.
  3. Nemandi sem tilkynnir sig til brautskráningar ábyrgist sjálfur að hann uppfylli kröfur skólans um brautskráningu.
  4. Nemanda ber að tilkynna sig til brautskráningar innan þeirra tímamarka sem skólinn setur. Verði misbrestur á því er ekki hægt að tryggja að hann brautskráist í lok annar.
  5. Skráningarfrestur fyrir brautskráningu að hausti er til 1. nóvember og að vori til 1. apríl.
  6. Til að nemandi geti brautskráðst af fjölgreinabraut samhliða annarri námsbraut til stúdentsprófs þurfa a.m.k. 35 einingar fjölgreinabrautar að samanstanda af áföngum sem ekki er að finna í kjarna, brautarkjarna eða frjálsu vali viðkomandi nemanda á hinni námsbrautinni.

Sauðárkróki 03.06.2021

Ingileif Oddsdóttir
Skólameistari