- Skólinn
- Skólanámskrá
- Skólinn
- Útgefið efni
- Foreldrar og forráðamenn
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám
- Innritun
Nemendur fá sent notendanafn og lykilorð í tölvupósti á persónulegt netfang sitt (netfangið sem er skráð í INNU) þegar þeir byrja í skólanum. Notendanafnið er kennitala nemanda.
Mikilvægt er að nemendur gæti þess að netföng þeirra og símanúmer séu rétt skráð í Innu.
Við innskráningu á Innu þarf að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Sjá hér
Við innskráningu á Office365 er notuð kennitala og bætt við @fnv.is. Sjá hér
Við innskráningu á Moodle er notaður O365 aðgangur.
Við innskráningu á tölvur skólans er notuð kennitala og lykilorðið.
Ef lykilorð gleymist er hægt að fara inn á https://portal.office.com og búa til nýtt lykilorð. Sjá hér
Moodle er kennslukerfi skólans, allir nemendur hafa aðgang að því. Nemendur skrá sig inn á Moodle með O365 aðgangi.
Þráðlaust net skólans: Netið(ssid) er “FNV-Nemendur”.
Til að skrá sig á netið velja notendur FNV-Nemendur (þetta er ssid netsins). Þessu næst er orðið Graskinna2020 slegið inn. Eftir það kemst tenging á. Næsta skref er að fara á einhverja síðu í vafra og þá kemur upp innskráningarsíða (Secure Internet Portal) þar sem notandinn slær inn kennitölu sína og sama lykilorð og notað er til að tengjast tölvum skólans.