• Prófsýning á Teams 27. maí

    Fimmtudaginn 27. maí 2021 verður prófsýning haldin í gegnum Teams kl. 09:00-10:00. Þeir sem vilja skoða próf sín og fá útskýringar senda tölvupóst á viðkomandi kennara fyrir kl. 09:00 á prófsýningardag. Í tölvupóstinum þurfa að koma fram upplýsingar um nafn nemandans, heiti áfanga og netfang nemandans. Viðkomandi kennari mun hringja í nemandann á Teams á milli kl. 09:00 og 10:00. Það er því afar mikilvægt að nemandinn sé í tölvusambandi á þessum tíma.