Íþróttalífið í skólanum er öflugt og þar ættu flestir að geta fundið sitthvað við sitt hæfi. Samhliða fjölbreyttri íþróttakennslu er boðið upp á frjálsa tíma í Íþróttahúsinu tvisvar til þrisvar í viku, í þessum tímum eru hinar ýmsu greinar íþrótta í boði og sett eru upp mót og keppnir sem skipulögð eru af nemendafélaginu.

Frjálsu tímarnir njóta ávallt mikilla vinsælda hjá nemendum skólans.

Skólinn er í góðu samstarfi við UMF Tindastól og eiga nemendur hans jafnan greiðan aðgang að þeim æfingum sem félagið býður upp á hverju sinni.

Þá var nú nýverið handsalað samkomulag milli skólans og UMF Tindastóls þar sem ákveðið var að stofna Íþróttaakademíu í knattspyrnu og körfubolta við skólann – vonast er til að þessi stofnun verði til að styrkja bæði skóla- og íþróttastarf á svæðinu. Mögulega verður boðið upp á samskonar útfærslu í fleiri greinum í framtíðinni.