Allir nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa aðgang að þjónustu skólahjúkrunarfræðings. Skólahjúkrunarfræðingurinn er með skrifstofu í bóknámshúsi skólans á skrifstofu náms- og starfsráðgjafa.

Skólahjúkrunarfræðingur FNV er:

Kolbjörg Katla Hinriksdóttir, netfang: kolbjorg@fnv.is

Skólahjúkrunarfræðingur er með fasta viðveru á þriðjudögum frá kl. 8:00-14:00. Nemendur geta pantað viðtal hjá skólahjúkrunarfræðing með því að bóka tíma í gegnum Innu, hafa samband við skrifstofu skólans eða haft beint samband við skólahjúkrunarfræðinginn. Valda daga verður einnig hægt að hitta hana i verknámshúsi og á heimavist.

Skólahjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.

Starfssvið skólahjúkrunarfræðings

Að veita ráðgjöf og svara spurningum um ýmis heilsufarsleg mál, t.d. vegna:

 • Veikindi
 • Meiðsli og sár
 • Andleg heilsa
 • Ofbeldi eða áföll
 • Reykingar og nikótínneysla
 • Áfengis- og vímuefnaneysla
 • Félagsleg heilsa
 • Kynheilbrigði
 • Næring og matarræði
 • Hreyfing
 • Svefn
 • Hreinlæti
 • Sjálfsmynd og líkamsmynd

Auk viðtalstíma tekur hjúkrunarfræðingur einnig þátt í fræðslu til bæði nemenda og kennara.

Hægt að senda fyrirspurnir til hjúkrunarfræðings í gegnum tölvupóst. Eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að hafa samband ef þeir hafa spurningar, athugasemdir eða áhyggjur.