1. Kennari er verkstjóri í kennslustundum og stjórnar því sem þar fer fram.
  2. Það er réttur kennara og nemenda að vinnufriður ríki í kennslustundum.
  3. Kennara er heimilt að aðskilja nemendur sem trufla kennslu.
  4. Notkun raftækja í kennslustundum er óheimil nema í tengslum við úrvinnslu verkefna í samráði við kennara.
  5. Kennara er heimilt að vísa nemanda, sem truflar kennslu eða óhlýðnast kennara, úr kennslustund. Hann skal tilkynna stjórnendum um brottvísunina að lokinni kennslustund og vísa nemandanum á fund skólastjórnenda svo fljótt sem auðið er.
  6. Kennara er heimilt að neita nemanda, sem vísað hefur verið úr kennslustund, um að sækja tíma í viðkomandi áfanga þar til hann hefur gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart stjórnendum og viðkomandi kennara.
  7. Heimilt er að víkja nemanda úr skóla sem truflar ítrekað vinnufrið í kennslustundum.

12.02.2024

Ingileif Oddsdóttir, skólameistari.