Skipting sérgreina á annir
Brúarnám sjúkraliða
Námið styðst við hæfnikröfur sjúkraliða og reglur ráðuneytis um þrepaskiptingu náms.
- bóklegt og verklegt nám í hjúkrun
- vinnustaðanám á heilbrigðisstofnunum
- möguleiki á samþættingu vinnustaðanáms og bóknáms eftir grunnáfanga
Námsmat
Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Hver skóli setur sér reglur um námsmat og birtir í skólanámskrá.
Starfsnám
Starfsnám fer fram á heilbrigðisstofnunum og skiptist í:
Vinnustaðanám – 24 einingar
- leiðsögn frá sjúkraliðum eða deildarstjórum
- ferilbók, markmið og reglulegt mat á hæfni
- byggt á hæfniviðmiðum brautar og starfs
Starfsþjálfun – 27 einingar (16 vikur)
- verkleg þjálfun í störfum sjúkraliða og vaktavinnu
- markmið sett og metin í samstarfi við deildarstjóra
- mat á frammistöðu að loknu hverju tímabili
Ferilbók nemanda
Ferilbókin er formleg skráning á verklegri þjálfun nemanda og er hluti af námsmati. Hún inniheldur m.a.:
- skilgreind markmið nemanda í starfsnámi
- lýsingu á verkefnum og verklegum viðfangsefnum
- mat leiðbeinenda á frammistöðu og hæfni
- framvindu yfir allt starfsnám
Ferilbókin er uppfærð bæði af nemanda og leiðbeinanda og tryggir að námið sé í samræmi við hæfniviðmið brautar og kröfur sjúkraliðastarfsins.
Umsókn um ferilbók
Nemandi þarf að fylla út umsóknareyðublað svo skólinn geti stofnað rafræna ferilbók og nemasamning.
Reglur um námsframvindu
Nemendur þurfa að ljúka undanförum áður en þeir fara í framhaldsáfanga þar sem það á við.
Hæfniviðmið
- hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
- forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
- beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
- beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
- sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
- miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
- nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
- nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
- taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
- vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
- starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umbyrðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
- vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi.
Kjarni