Gæðastefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Gæðastefnan lýsir stefnu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gæðamálum skólans, hvernig hann tryggir framþróun stjórnkerfis og bætt verklag. Gæðakerfi skólans, ISO9001:2015, er ætlað að tryggja að skólinn uppfylli kröfur sem gerðar eru til hans í lögum og reglugerðum sem og væntingar og þarfir hagaðila hans. Gæðastefnan nær til allra þátta skólastarfsins og skal endurskoðuð að minnsta kosti á tveggja ára fresti.

Skólameistari ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt gæðastefnu skólans og gæði hennar vöktuð samkvæmt VKL-101 Stjórnun gæðamála og gæðastjóri ber ábyrgð á að gæðaráð taki gæðastefnuna til endurskoðunar.

Til að tryggja nemendum haldgóða og fjölbreytta menntun hefur skólinn sett fram eftirfarandi gæðamarkmið:

GæðamarkmiðHvernig vitum við að markmiðinu er náð?Hvernig mælum við árangurinn?Hvenær mælum við markmiðið?Hver hefur umsjón með mælingunni?
Uppfylla lög og reglugerðir sem gilda um skólann Lög og reglur í skjalinu STS-009 eru uppfærð Breytingarvaktaðar á lögum og reglugerðum Að hausti ár hvert Gæðastjóri
Mæta væntingum og þörfum hagaðila Þegar starfsánægja starfsfólks er að minnsta kosti fjórir af fimm mögulegum að meðaltali Endurgjöf hagaðila leitað;Starfsmannakannanir Sameykis Árlega Verkefnastjóri innra mats
Þegar 80% nemenda, í 80% hópa, eru frekar sammála eða mjög sammála því að áfanginn sé í heildina góður. Áfangakannanir Á hverri önn skv. plani Verkefnastjóri innra mats
Þegar unnið er úr ábendingum sem berast og brugðist er við frávikum Með rýni stjórnenda Í lok hverrar annar Gæðastjóri
Þegar greining á hagaðilum er unnin árlega Með rýni stjórnenda Í lok hverrar annar Gæðastjóri
Starfrækja gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur ÍST 85:2012 Þegar innri úttektir eru samkvæmt áætlun og viðhaldsúttektir frá vottunaraðilum veita áframhaldandi vottun Með innri úttektum sem og viðhaldsúttektum frá vottunaraðilum Samkvæmt úttektarplani hverju sinni Gæðastjóri og verkefnastjóri jafnlaunavottunar.
Starfrækja virka skjalavörslu í samræmi við lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn ÞegarGoPro er í reglulegri notkun, málum er lokað þegar þau eru búin og málalykill uppfærður reglulega samkvæmt kröfum Þjóðskjalasafnsins Með eftirliti og yfirferð Í lok hverrar annar Verkefnastjóri skjalavörslu
Vinna að stöðugum umbótum í öllu skólaumhverfinu Þegar skýrsla rýni stjórnenda er gefin út, fullunnin Með rýni stjórnenda Við lok hverrar annar Gæðastjóri/gæðaráð
Stuðla að þjálfun og hæfni starfsfólks Þegar starfsfólk fær reglulega tölvupósta með námskeiðsboðum sem berast skólanum og hvatningu í starfsmannasamtölum Með virku eftirliti í gæðakerfi skólans; innri úttektum og viðhaldsúttektum frá vottunaraðilum Samkvæmt áætlun Stjórnendur
Þegar skólinn býður upp á endurmenntun af einhverju tagi sem starfsfólk getur nýtt sér
Stofnanasamningur býður upp á bætt launakjör þegar staðfestingu á endurmenntun er skilað
Stuðla að vellíðan og almennu heilbrigði nemenda Þegar brugðist er markvisst við þeim þáttum þar sem skólinn kemur marktækt verr út en landsmeðaltal (viðmið) í Skólapúlsinum Með rýni stjórnenda Árlega Gæðastjóri/gæðaráð
Þegar unnið er markvisst að úrbótum á stefnum skólans Með innri úttektum Samkvæmt áætlun um innri úttektir Gæðastjóri/gæðaráð
Að stoðþjónusta skólans styðji vel við nemendur Nemendur fá reglulega kynningu á þeirri þjónustu sem er í boði og hafa tækifæri til að leggja til umbætur á henni Skólafundur Árlega Stjórnendur/gæðaráð