Árshátíð NFNV er hápunktur félagslífsins í skólanum og er hún haldin á vorönn ár hvert í lok opinna daga. Á árshátíðina mæta nemendur og annað starfsfólk í sínu fínasta pússi og njóta andlegs og líkamlegs fóðurs sem boðið er upp á í hátíðarsal skólans.

Stjórn nemendafélagsins hefur yfirumsjón með árshátíðinni eins og öðrum viðburðum í félagslífi nemenda, - en í umboði hennar starfar sérstök árshátíðarnefnd sem hefur veg og vanda að undirbúningnum og virkjar nemendur til aðstoðar eftir þörfum.