Í Skagafirði er náttúrufegurð og blómlegt mannlíf.
Ungmennafélagið Tindastóll (www.tindastoll.is) býður upp á fjölda íþróttagreina til að æfa eða fylgjast með.
Leikfélag Sauðárkróks er áhugamannaleikhús sem setur reglulega upp sýningar.
Á Króknum er bíó sem sýnir allar nýjustu myndirnar í góðum gæðum.
Á Króknum er líka hægt að skella sér í sund, upp í Tindastól á skíði eða stunda siglingar, skotfimi, bogfimi og svo má lengi telja.
Golfhermir er á staðnum og með hlýnandi veðri er hægt að skella sér í golf á flottum velli.
Náttúruperlur eru á hverju strái bæði ofan við bæinn og við ströndina.
Ganga meðfram ströndinni er góð heilsubót og hver veit nema selir skjóti upp kollinum?
Að lokinni útivist er tilvalið að skella sér á kaffihús eða í bakaríið sem er orðið landsfrægt.

Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Skagafirði (www.skagafjordur.is) . Hér er allt til alls og vegalengdir stuttar.