Ef nemandi eða forráðamaður vill gera athugasemdir við þjónustu FNV skal hann snúa sér til eftirtalinna aðila eftir því hvert tilefnið er:

Tilefni

Viðtakandi

Aðstaða nemenda

Skólameistari, aðstoðarskólameistari.

Ágreiningur nemenda og kennara

Skólameistari, aðstoðarskólam., námsráðgj.

Ágreiningur stjórnenda og nemenda eða starfsmanna.

Skólameistari, mennta- og menningarm.ráðun.

Brot á skóla- og heimavistarreglum

Skólameistari, aðstoðarskólameistari.

Dreifnámsbúnaður

Umsjónarfaður fjarnáms, aðstoðarskólam.

Einelti

Stjórnendur, trúnaðarm. skv. eineltisáætlun.

Heimasíða

Umsjónarmaður heimasíðu.

Kynferðisleg áreitni

Jafnréttisfulltrúi, trúnaðarmaður.

Mat á fyrra námi

Áfangastjóri.

Námsvandi nemenda

Námsráðgjafi.

Próf, próftafla

Áfangastjóri, aðstoðarskólameistari.

Samskiptaörðugleikar starfsmanna

Skólameistari, aðstoðarskólameistari, trúnaðarmaður

Skráning skólasóknar

Viðkomandi kennari, verkefnisstjóri skólasóknar.

Slök skólasókn

Félagsráðgjafi, verkefnisstjóri skólasóknar, námsráðgjafi.

Tæki og búnaður

Umsjónarmaður fasteigna.

Tölvukerfi

adstod@fnv.is, umsjónarmaður fasteigna.

Vinnuaðstaða

Skólameistari, aðstoðarskólameistari, umsjónarmaður fasteigna.

Yfirferð á verkefnum og verkefnaskil

Viðkomandi kennari, deildarstjóri.

 

Rísi ágreiningur milli nemanda/nemenda, kennara og/eða annarra starfsmanna skólans og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Komi fram kvartanir eða kærur vegna samskipta nemanda/nemenda og skólameistara og takist ekki að leysa málið innan skólans skal því vísað til úrlausnar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við meðferð ágreiningsmála og beitingu viðurlaga vegna brota á skólareglum skal fara að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.