Stefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er að:

 • Veita nemendum sínum haldgóða menntun sem nýtist þeim til frekara náms og starfa auk þess að gera þá að virkum og gagnrýnum þátttakendum í nútíma lýðræðissamfélagi.
 • Gera nemendum kleift að afla sér þekkingar, leikni og hæfni í einstökum námsgreinum sem byggja á vönduðum vinnubrögðum, víðsýni, vinnusemi og virðingu fyrir vel unnu verki og ólíkum sjónarmiðum.
 • Skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan, heilbrigðum lífsháttum og velferð nemenda og starfsfólks.
 • Bera virðingu fyrir hverjum einstaklingi og koma fram við alla í anda jafnréttis og lýðræðis.

Til að þessi markmið náist leggur skólinn áherslu á:

 • Að sérhver nemandi fái að njóta sín á eigin forsendum og að hann njóti umhyggju og stuðnings frá öllu starfsfólki skólans.
 • Að bjóða upp á fjölbreytt nám við hæfi sem flestra á sviði bóknáms, iðnnáms og starfsnáms í takt við aðstæður í samfélaginu hverju sinni.
 • Að setja skólareglur sem stuðla að árangursríku námi og jákvæðum samskiptum sem byggja á jafnrétti, gagnkvæmri virðingu, umburðarlyndi og tillitssemi.
 • Að námsmarkmið og námskröfur séu skýr, aðgengileg og hvetjandi fyrir nemendur auk þess að auðvelda kennurum að velja kennsluaðferðir við hæfi.
 • Grunnþáttum menntunar er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011.
  Þeir eru læsi, sköpun, sjálfbærni, heil­brigði og velferð, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Fræðslu um þessa þætti er fléttað saman við kennslu margra námsgreina skólans. Jafnframt er leitast við að vekja bæði nemendur og starfsfólk til umhugsunar og samræðu um grunngildi skólastarfsins. Hér á eftir er lýst í stuttu máli hvað fleira skólinn gerir til að starfa í anda þessara grunnþátta.

Læsi

Læsi nær ekki aðeins til þess að geta tileinkað sér merkingu skrifaðs texta, talna eða annarra upplýsinga, heldur nær það einnig til læsis á umhverfið, listir og náttúru. Tungumálið er verkfæri til að koma hugsun í orð og eitt af megin hlutverkum skólastarfs er að efla hæfni nemandans í tjáningu á sem fjölbreyttastan hátt. Skólinn stuðlar að læsi með því að:

 • Efla hæfni nemandans til að lesa umhverfi sitt og aðstæður sér til gagns.
 • Efla hæfni nemandans til að nota tungumálið til að afla sér þekkingar og auka skilning, auk þess að koma hugsunum sínum á framfæri hvort heldur er í töluðu eða rituðu máli.
 • Auka við orðaforða nemenda og fjölga hugtökum sem þeir hafa á valdi sínu með lestri námsefnis af ýmsu tagi.
 • Efla hæfni nemenda til að lesa og skilja námsefni sem sett er fram með mismunandi hætti bæði í rituðu máli og myndmáli.
 • Bjóða nemendum áfanga í fjármálalæsi.
 • Styðja við og leggja fram aðstoð við útgáfu skólablaðs nemenda – Molduxa.

Sköpun

Skólinn stuðlar að sköpun með því að:

 • Hvetja nemendur til þess að nálgast viðfangsefni sín á sjálfstæðan og frumlegan hátt.
 • Bjóða upp á nám i skapandi greinum.
 • Flétta skapandi verkefni við nám í einstökum námsgreinum.
 • Styðja við skapandi verkefni á vettvangi félagslífs skólans t.d. með þátttöku nemenda í leiklist, tónlistarviðburðum og öðrum listviðburðum.
 • Efla hæfni nemenda til tjáningar í ræðu og riti.

Sjálfbærni

Skólinn stuðlar að sjálfbærum lífsháttum með því að:

 • Hvetja nemendur til að setja eigin lífsstíl í samhengi við sjálfbærni og takmarkaðar náttúruauðlindir.
 • Efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að umgangast náttúruna og sitt nánasta umhverfi af virðingu, hófsemi og nægjusemi.

Heilbrigði og velferð

Skólinn stuðlar að heilbrigði og velferð með því að:

 • Byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda með hvatningu og hrósi þar sem það á við.
 • Bjóða nemendum upp á náms- og starfsráðgjöf.
 • Aðstoða þá nemendur, sem á því þurfa að halda, við að fá aðstoð sérfræðinga utan skólans.
 • Stuðla að heilbrigðum lífsháttum nemenda t.d. með fræðslu og greiðum aðgangi að hreyfingu og hollu mataræði.
 • Vera heilsueflandi skóli.
 • Veita fræðslu og skipuleggja forvarnir gegn áhættuhegðun og sjálfskaðandi lífsstíl.
 • Bjóða öllum nemendum sínum upp á fjölbreytt nám á sviði líkamsræktar og lýðheilsu.
 • Bjóða upp á frjálsa tíma í hreyfingu og heilsueflandi lífsstíl utan skólatíma nemendum sínum að kostnaðarlausu.

Jafnrétti

Skólinn vinnur í anda jafnréttis með því að:

 • Hver og einn fær að njóta hæfileika sinna án tillits til kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúarskoðana.
 • Vinna gegn hvers kyns mismunun og misgjörðum á borð við einelti, kynferðislega áreitni og annað ofbeldi.
 • Hvetja til fjölbreytni í kennsluháttum og námsmati í takti við ólíkar þarfir nemenda.
 • Bjóða nemendum að sækja áfanga í kynjafræði.

Lýðræði og mannréttindi

Skólinn vinnur í anda lýðræðis og mannréttinda með því að:

 • Eiga gott samstarf við stjórn nemendafélags skólans sem skipar fulltrúa nemenda í skólanefnd, skólaráð og gæðaráð.
 • Leita umsagnar starfsfólks og nemenda um ákvarðanir sem snerta stefnumótun, skólanámskrá og mikilvægar breytingar á skólastarfi.
 • Styðja við starfsemi nemendafélags skólans og hvetja nemendur til þátttöku í félagslífi skólans.
 • Hvetja nemendur til að láta sig varða málefni líðandi stundar og koma ábendingum um það sem betur má fara í skólastarfinu til stjórnenda eða kjörinna fulltrúa nemendafélags skólans.