Eins og áður er fram komið hefur sú hefð skapast að tengja opnu dagana og árshátíð nemendafélagsins saman. Í opnu dögunum vinnur árshátíðarhópurinn þá að undirbúningi árshátíðarinnar og í lok þeirra er árshátíðin haldin með pompi og pragt í hátíðarsal skólans. Í opnu dögunum víkur því hefðbundin kennsla fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum s.s. námskeiðum, fyrirlestrum, stuttum ferðum og ýmsu öðru sem NFNV skipuleggur. Kennarar/stjórnendur námskeiða koma víða að, en oft bregða kennarar FNV sér í önnur hlutverk en dags daglega og stýra og stjórna hinum ýmsu hópum þessa daga.

Dæmi um vinsæl viðfangsefni í opnum dögum eru, m.a. undirbúningur árshátíðar, „LAN“, motorcross, ljósmyndamaraþon, brjóstsykurgerð, útreiðar og skíðaiðkun í Tindastóli.