Töflubreytingar vegna haustannar 2025 fara fram 19. - 21. ágúst í INNU
Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar í INNU

Stokkar

Stokkar og áfangar (raðað eftir stokkum)

Stokkar og áfangar (raðað eftir áföngum)

Valáfangar sem eru í boði á haustönn 2025:
HGVG3HS02 Húsgagnaviðgerðir
Farið verður yfir muninn á lökkuðum fleti og olíubornum. Hvað þurfi að hafa í huga þegar farið er í að hressa uppá innanhúsmuni, s.s. bæs/litun, pússningu og svo yfirborðsmeðhöndlun.Verður boðið uppá sýnikennslu og svo fá nemendur að spreyta sig auk þess sem þátttakendur geta haft með sér eigin hluti og fengið ráðleggingar við bestu leiðir til lagfæringa.
Skráning á skrifstofu skólans.
ÍÞRÓ1SP01 Spinning
- Hvað er skemmtilegra en að hjóla og svitna og hlusta á góða tónlist?
- Komdu í spinning
- Verður þriðjudaga kl. 13:10 ef næg þátttaka fæst
ÍÞRÓ1ÚH01 Útivist
Áfangi er kenndur utan stundatöflu ef næg þátttaka fæst
- Förum í stuttar ferðir innan Skagafjarðar
- Göngur, sund, rafting og fleira
- Skemmtilegur áfangi í skemmtilegum félagsskap
ÍÞRÓ1ÞR03 Þreksport, lífsstíll
Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Þekki mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig. Þekki hvernig eigi að umgangast líkamsræktarsal og hvernig hægt sé að ná árangri í líkamsrækt. Farið verður yfir líkamsbeytingu og grunnatriði hollra lífsvenja.
- Verður mánudaga og fimmtudaga kl. 13:10 ef næg þátttaka fæst
JÓGA1HR01 Jóga
Nemendur kynnast jógaiðkun, öðlast styrk, liðleika og betri tengingu við eigin líkama og huga. Einnig læra nemendur að nýta sér jóga, hugleiðslu og núvitund til að takast á við verkefni daglegs lífs.
Gerðar eru aðgengilegar og markvissar æfingar sem henta öllum og lögð áhersla á góða slökun, meðvitaða öndun, hugleiðslur og sjálfsheilun.
Verður miðvikudaga kl. 16:20 ef næg þátttaka fæst
KVMG1KV05 Inngangur að kvikmyndagerð
Markmið áfangans er að kynna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmynda-og/eða heimildarmyndaformið. Jafnframt að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmynda eftir eðli þeirra og tegund. Nemendur læri meginatriði stuttmyndagerðar, gerð tökuáætlunar, undirbúning á upptökustað, grunnatriði í beitingu kvikmyndatökuvélar og grunnatriði við notkun sérhæfðs klippiforrits. Nemendur skila í lok áfangans stuttmynd (leikna eða heimildarmynd), sem unnin er í hópvinnu.
Verður þriðjudaga kl. 14:45 og miðvikudaga og föstudaga kl. 13:10 (stokkur D) ef næg þátttaka fæst
Frjáls mæting
Nemendur geta fengið frjálsa mætingu (FM) í áfanga að uppfylltum vissum skilyrðum. Sjá skilyrði og rafræna umsókn hér: Umsókn um FM-nám