1. Brautskráningarnemar teljast þeir nemendur sem ljúka námi á skilgreindri námsbraut við skólann og hafa náð 18 ára aldri.
  2. Þeir nemendur eru gjaldgengir í brautskráningarferð sem brautskrást innan sex mánaða frá fyrirhugaðri ferð. (Brautskráning um jól- Brautskráning að vori / ferð að vori- Brautskráning um jól).
  3. Brautskráningarnemar skipa stjórn úr sínum hópi. Hún skal skipuð formanni, ritara og gjaldkera.
  4. Nemendur geta bæst í hópinn eftir að fjáröflun er hafin, en ekki eftir að gengið hefur verið frá pöntun á ferð.
  5. Mökum er heimil þátttaka gegn því að þeir greiði ferðina fullu verði.
  6. Nemandi fær hluta af fjáröflun í hlutfalli við þátttöku í einstökum viðburðum.
  7. Allir fjármunir sem aflað er í nafni brautskráningarnema teljast eign hópsins. Ekki er hægt að gera kröfu í hluta þeirra fjármuna þó hætt sé við þátttöku.
  8. Listi yfir þátttakendur skal berast skólameistara innan þriggja vikna frá fyrsta fundi hópsins.
  9. Bera skal alla fjáröflun undir skólameistara fyrirfram.
  10. Halda skal bókhald um fjáröflun í nafni hópsins. Skólameistari hefur fullan aðgang að bókhaldinu hvenær sem er.