1. Samkomur í nafni skólans og / eða nemendafélags skólans eru haldnar á ábyrgð og undir umsjón skólameistara og eru ýmist aðeins ætlaðar fyrir nemendur, kennara og gesti eða almenning. Skólameistari tilnefnir umsjónarmann yfir samkomunni og skal umsjónarmaður vera á samkomunni þar til henni lýkur.
  2. Aðgöngumiðar á skólaböll eru eingöngu seldir skráðum nemendum skólans, en leyfilegt er að bjóða einum gesti. Sala aðgöngumiða fer einungis fram í FNV.
  3. Öll varsla og meðferð áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er óheimil.
  4. Samkomugestum, sem eru undir áhrifum áfengis, skal vísað af samkomunni eftir að nafn viðkomandi hefur verið skráð.
  5. Leiki grunur á meðferð fíkniefna skal það tilkynnt til lögreglu án tafar.
  6. Áfengi, sem tekið er af samkomugestum, skal afhent eftirlitsmönnum og nafn handhafa þess skráð. Áfengið skal afhent skólastjórnendum sem kalla viðkomandi handhafa áfengisins á sinn fund næsta virka dag.
  7. Á samkomum á vegum FNV skulu vera a.m.k. tveir eftirlitsmenn þar af annar úr hópi starfsmanna skólans sem skólameistari tilnefnir. Þeim er ætlað að fylgjast með framkvæmd samkomuhaldsins og skila skýrslu til skólameistara þar að lútandi. Í skýrslu eftirlitsmanna til skólameistara skal eftirfarandi tilgreint eftir því sem við verður komið:
    1. Fjöldi samkomugesta.
    2. Framkvæmd dyravörslu.
    3. Nöfn þeirra sem brjóta reglur.
    4. Nöfn annarra sem dyraverðir hafa afskipti af.
    5. Stutt lýsing á samkomuhaldinu.

    Þegar dansleikir eru haldnir skal nemendum sem yfirgefa samkomustaðinn ekki hleypt inn aftur, nema með sérstöku leyfi dyravarða eða eftirlitsmanna.

  8. Gestir á samkomum FNV eru á ábyrgð gestgjafa.
  9. Gerist nemandi brotlegur við þessar reglur getur það varðað brottrekstur úr skóla.

Sauðárkróki 3. desember 2015,

Skólameistari