Hestabraut (212 fein.)

Námsbrautin er þriggja ára námsbraut í hestamennsku sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám í hestamennsku á háskólastigi. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu í kjarnagreinum jafnframt því að gefa nemendum tækifæri til að stunda nám í hestamennsku sem byggt er á svokölluðu knapamerkjakerfi. Náminu lýkur með stúdentsprófi. Meðalnámstími 6 annir auk 12 vikna starfsþjálfunar (tvö sumur).

Minnispunktar fyrir nemendur á hestabraut

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi. Til að hefja nám á öðru þrepi þarf nemandinn að hafa fengið einkunnina B eða hærra í viðkomandi grein úr grunnskóla eða hafa lokið viðeigandi áfanga á fyrsta þrepi. Nemandinn sé í viðunandi líkamlegu formi og geti stigið á og af baki.

Skipulag

Hestabraut, með námslok á 3. þrepi og stúdentspróf, er byggð upp á 95 eininga kjarna. Í brautarkjarna eru 102 ein, þar af 20 eru einingar í starfsnámi sem fram fer að sumri til, að loknum undirbúningsnámskeiðum. Í bundnu pakkavali eru 15 ein.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum, verkefnum, prófum (verklegum sem og bóklegum), jafningjamati og sjálfsmati. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.

Reglur um námsframvindu

Hestabraut lýkur með stúdentsprofi að loknu 212 eininga námi á 3. þrepi. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum. Gerð er krafa um að nemendur ljúki a.m.k. 30 einingum á önn. Meðalnámstími er 6 annir í skóla. Ef nemandi ætlar að ljúka brautinni á 6 önnum í skóla þarf hann að ljúka 32 einingum á hverri önn. Þetta miðast við að 20 einingum sé lokið í starfsnámi að sumri.

Hæfniviðmið

 • takast á við fjölbreytt störf tengd hestamennsku.
 • hafa færni til að sinna grunnþáttum er lúta að hirðingu og aðbúnaði hesta.
 • hafa færni í eigin reiðmennsku, geta riðið allar gangtegundir íslenska hestsins á viðeigandi hátt.
 • þekkja helstu aðferðir við þjálfun hrossa og geta aðstoðað við faglega þjálfun hests.
 • geta metið heilsufarslegt ástand hrossa og vita hvenær þarf að leita aðstoðar til úrlausnar vandamála.
 • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt um hestamennsku.
 • geta aflað upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
 • taka þátt í rökræðum um hestamennsku þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
 • meta eigin styrkleika og veikleika.
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
 • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum.
 • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins og skynsamlegri nýtingu og verndun þess.
 • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.
 • vera meðvitaður um öryggisatriði fagsins og geta miðlað almennum reglum um öryggismál.
 • geta aðstoðað við kennslu hjá börnum og/eða minna vönum.
 • geta farið með leikmenn og byrjendur í styttri reiðtúra og haldið utan um smærri hópa á hestbaki.

Skipting á annir

Kjarni

Almennur kjarni: 95 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Efnafræði EFNA 2OL05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 2TM05 3BK05 0 10 5
Félagsvísindi FÉLV 2IF05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 2BM05 3BF05 3BS05 0 10 10
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 1NF01 6 0 0
Kynjafræði KYNJ 1KY03 3 0 0
Líffræði LÍFF 2AL05 0 5 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 1FL02 2SV02 2NS01 5 3 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HÞ01 1HÞ02 3 0 0
Saga SAGA 1OI05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 2TÖ05 0 10 0
Upplýsingatækni UPPT 1UT05 5 0 0
Einingafjöldi 95 27 53 15
Brautarkjarni: 102 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Fóðrun og heilsa (hestabraut) FÓHE 1GR03 2HU03 2FU03 3AU03 3 6 3
Hestamennska HEST 1GR05 1GF05 1JÁ01 2GÞ05 2KF03 3ÞG03 11 8 3
Íþróttafræði ÍÞRF 2ÞJ03 0 3 0
Leiðbeinandi í hestamennsku LEIH 2HE05 0 5 0
Lokaverkefni í hestamennsku LOKH 3HB05 0 0 5
Reiðmennska REIM 1GR05 1GF05 2GÞ05 2KF05 3ÞG05 3ÞK05 10 10 10
Skyndihjálp SKYN 1SE01 1 0 0
Undirbúningur fyrir starfsþjálfun í hestamennsku VINU 2FH02 3SH02 0 2 2
Vinnustaðanám í hestamennsku VINH 2FH10 3SH10 0 10 10
Einingafjöldi 102 25 44 33

Bundið pakkaval

Þriðja tungumál: Spænska: 15 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Spænska SPÆN 1AG05 1TM05 1AV05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0
Þriðja tungumál: Þýska: 15 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Þýska ÞÝSK 1PL05 1TM05 1AU05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0

Frjálst val

Frjálst val: 0 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0 0 0
Einingafjöldi 0 0 0 0