Markmið starfsbrautar
Starfsbrautin veitir nemendum tækifæri til að kynnast námi og starfi við hæfi, efla þekkingu og færni og stuðla að auknu sjálfstæði í daglegu lífi og þátttöku á vinnumarkaði. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og námið einstaklingsmiðað.
Hverjir sækja starfsbraut?
Starfsbrautin er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða sérdeildum grunnskóla og/eða unnið með aðlagað námsefni. Til að hefja nám þarf viðurkennd greiningargögn. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins með áherslu á að efla sjálfsmynd og trú á eigin getu.
Kennsluhættir
Kennslan byggir á virðingu fyrir einstaklingnum og tekur mið af þörfum hvers nemanda. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og aðlagaðar að nemendahópnum og námsefninu hverju sinni. Þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á námstímanum.
Námsframvinda og lengd
Starfsbrautanám stendur yfir í fjögur ár, óháð fjölda skólatíma eða einingum. Nemendur fá almenna og hagnýta grunnþekkingu á fyrsta námsþrepi, en ekkert hindrar að þeir taki áfanga á öðrum þrepum eða námsbrautum.
Reynsla og undirbúningur
Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almenna lífs- og starfsfærni ásamt starfsreynslu á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á fjölbreytt og þverfaglegt nám innan brautarinnar og í samstarfi við aðrar námsbrautir.
Forkröfur
Starfsbraut er fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla og þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám sem tekur mið af færni og áhuga.
Til að sækja um þarf viðurkennd greiningargögn um fötlun samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Greining þarf að fylgja umsókn.
Skipulag
Námið tekur að jafnaði átta annir og skiptist í kjarna og valáfanga.
- Kjarni: skylduáfangar brautarinnar
- Val: nemendur taka valáfanga samhliða kjarna eftir áhuga og þörfum
Námið samanstendur af bóklegu og verklegu námi með áherslu á:
- náms-, starfs- og félagsfærni
- samskiptafærni og sjálfstraust
- styrkleika og áhugasvið hvers nemanda
Valáfangar byggja á því sem er í boði í skólanum hverju sinni og geta verið t.d. á sviði:
- matreiðslu og list- og hönnunargreina
- íþrótta, tungumála og upplýsingatækni
Kennsluhættir eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir.
Námsmat
Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir þeim einstaklingum sem meta skal. Námmat er sniðið að getu hvers og eins. Mat endurspeglar áherslur í kennslu og er í samræmi við hæfniviðmiðin. Fjölbreyttar aðferðir við námsmat eru:
- Símat sem fer fram jafnt og þétt yfir námstímann.
- Mat í formi verkefna nemenda.
- Mat á þátttöku í kennslustundum.
- Ferilbók.
- Mat á frammistöðu í verknámi.
- Próf
Reglur um námsframvindu
Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Mögulegt er að brautskrá nemanda fyrr ef aðstæður nemanda leyfa. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.
Hæfniviðmið
- Þekkja styrkleika sína
- Vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
- Taka þátt í í lýðræðisþjóðfélagi
- Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
- Lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
- Leggja mat á árangur sinn og möguleika sína
- Tjá eigin skoðanir
- Leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
- Nýta sér fjölbreyttar nálganir í daglegu lífi
- Nýta sér læsi í víðu samhengi
- Auka sjálfstraust sitt og trú á eigin málfærni í tjáningu og/eða ritun
- Lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
- Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
- Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
- Verða félagslega, tilfinningalega og siðferðilega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu sem samfélagsþegnar
- Geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki þegar það á við, s.s. reiknivél í símum, leiðréttingarforrit og talgervla
- Átti sig á tengingunni á milli réttinda og skyldna
Frjálst val