Reglur um ferðalög nemenda á vegum skólans

  1. Fararstjórn fyrir sérhverja ferð sem nemendur fara í nafni skólans skal skipuð tveimur nemendum og einum til tveimur kennurum eftir fjölda ferðalanga. Fararstjórn ákvarðar hvenær hætt skal við ferð vegna agabrota og tímasetur farartíma. Rísi ágreiningur skal leitast við að jafna hann.
  2. Fararstjórn skal halda fund með öllum þeim sem í skólaferðalag fara og kynna þær reglur sem hún setur og þau skilyrði sem allir verða að uppfylla í ferðinni. Allir nemendur verða þess utan að uppfylla þær reglur sem gestgjafar skólans kunna að setja og skal fararstjórn leita eftir upplýsingum um þær áður en ferð er farin.
  3. Nemendur skulu hafa næði til svefns á þeim tíma sem fararstjórn ákveður.
  4. Nemendur skulu skipa sérstaka siðanefnd úr sínum hópi og skulu nemendur hlíta fyrirmælum hennar í öllu sem varðar framkomu og fyrirkomulag ferðar. Siðanefnd skal vera fararstjórn til aðstoðar og vera milligönguaðili milli fararstjórnar og aðila sem brotlegir kunna að vera.
  5. Við móttöku á nemendum frá öðrum skólum skulu þessar reglur gilda eins og við á í hverju tilviki.
  6. Reglur þessar gilda frá og með 8. desember 2015.

Sauðárkróki 3. desember 2015,

Skólameistari