Sjúkraliðabraut (206 fein.)

Skipting sérgreina á annir

Sjúkraliðanám

Sjúkraliðanám er 206 feininga nám á 3. hæfniþrepi og tekur að jafnaði þrjú ár (sex annir). Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar, bóklegt og verklegt sérgreinanám og starfsnám á heilbrigðisstofnunum.

Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur fyrir störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir á heilbrigðisstofnunum og í heimahjúkrun. Lögð er áhersla á samskiptafærni, siðferðisvitund og samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Námið getur jafnframt verið grunnur að framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum.

Að brautskráningu lokinni geta nemendur sótt um starfsleyfi hjá Embætti landlæknis til að starfa sem sjúkraliðar. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Forkröfur

  • Grunnskólapróf samkvæmt aðalnámskrá.
  • Til að hefja nám á 2. þrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf hæfnieinkunn minnst B eða lokið 1. þrepi í viðkomandi grein.

Skipulag náms

Námið fylgir hæfnikröfum sjúkraliða og reglum mennta- og barnamálaráðuneytis um þrepaskiptingu áfanga.

1. önn: Grunnáfangar í kjarnagreinum og almennum greinum.

2.– 3. önn: Framhaldsáfangar kjarnagreina og grunnur í heilbrigðisgreinum.

4.–6. önn: Sérhæfing, sérgreinar sjúkraliðabrautar og starfsnám.

Skólum er heimilt að samþætta bóklegt nám og vinnustaðanám eftir fyrstu áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og metur hæfni nemenda í hverjum áfanga. Nemendur fá kynningu á markmiðum, kennsluáætlun og matsaðferðum í upphafi skólaárs. Námsmat á að veita leiðsögn og stuðning til námsárangurs. Hver skóli setur reglur um námsmat í skólanámskrá.

Starfsnám

Starfsnám samanstendur af vinnustaðanámi (24 einingar) og starfsþjálfun (27 einingar), hvort tveggja á heilbrigðisstofnunum.

Vinnustaðanám

  • Framkvæmt undir leiðsögn sjúkraliða eða deildarstjóra.
  • Nemendur setja sér fagleg markmið, halda ferilbók og fá reglulegt mat á framvindu.
  • Skipulagt samkvæmt hæfniviðmiðum brautar og kröfum starfsins.

Starfsþjálfun

  • Stendur yfir í 16 vikur.
  • Nemandi lærir störf sjúkraliða, kynnist vaktakerfi og eflir verklega hæfni.
  • Markmið sett í samvinnu við deildarstjóra og metin að hverju þjálfunartímabili loknu.

Ferilbók nemanda

Ferilbókin er formleg skráning á verklegri þjálfun nemanda og er hluti af námsmati. Hún inniheldur m.a.:

  • skilgreind markmið nemanda í starfsnámi
  • lýsingu á verkefnum og verklegum viðfangsefnum
  • mat leiðbeinenda á frammistöðu og hæfni
  • framvindu yfir allt starfsnám

Ferilbókin er uppfærð bæði af nemanda og leiðbeinanda og tryggir að námið sé í samræmi við hæfniviðmið brautar og kröfur sjúkraliðastarfsins.

Umsókn um ferilbók

Nemandi þarf að fylla út umsóknareyðublað svo skólinn geti stofnað rafræna ferilbók og nemasamning.

Reglur um námsframvindu

Nemendur þurfa að ljúka undanförum áður en þeir halda áfram í framhaldsáfanga. Gert er ráð fyrir sex önnum í heild.

Hæfniviðmið

  • hagnýta sérhæfða þekkingu og leikni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins
  • forgangsraða viðfangsefnum og greina hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum og skráningu í hjúkrunarfræði
  • beita, rökstyðja og ígrunda þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni
  • beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna
  • sýna faglega umhyggju gagnvart skjólstæðingum
  • miðla þekkingu og upplýsingum til skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
  • nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
  • nýta tölvukunnáttu við upplýsingaleit, varðveislu og skráningu upplýsinga ásamt mati á faglegum upplýsingum
  • taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
  • vinna eftir gæðaviðmiðum og reglum um vinnuvernd
  • starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umbyrðarlyndi og víðsýni í störfum sínum
  • vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi.

Kjarni

Almennar greinar: 55 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 2TM05 3BK05 0 10 5
Félagsvísindi FÉLV 2IF05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 2BM05 0 10 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 5 0 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 1FL02 5 0 0
Náttúruvísindi NÁTV 1IF05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2HS05 0 5 0
Einingafjöldi 55 15 35 5
Sérgreinar sjúkraliðabrautar: 151 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05 5 0 0
Hjúkrun, grunnur HJÚK 1AG05 3ÖH05 2TV05 2HM05 3FG05 3LO03 5 10 13
Hjúkrun, grunnur, verkleg HJVG 1VG05 5 0 0
Líffæra og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05 0 10 0
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01 1 0 0
Lyfjafræði LYFJ 2LS05 0 5 0
Næringarfræði NÆRI 1ON05 5 0 0
Samskipti SASK 2SS05 0 5 0
Sálfræði SÁLF 2LH05 3ÞS05 0 5 5
Siðfræði SIÐF 2SF05 0 5 0
Sjúkdómafræði SJÚK 2MS05 2GH05 0 10 0
Skyndihjálp SKYN 2SE01 0 1 0
Sýklafræði SÝKL 2SS05 0 5 0
Upplýsingalæsi, sjúkraskrár UPPÆ 1SR05 5 0 0
Starfsþjálfun sjúkraliðanema STAF 3ÞJ27 0 0 27
Vinnustaðanám sjúkraliða VINN 3ÖH08 2LS08 3GH08 0 8 16
Einingafjöldi 151 26 64 61