Með því að greiða innritunargjald hefur nemandinn gert samning við skólann um ástundun náms og góða umgengni í skólanum. Hann hefur jafnframt samþykkt ýmsar reglur sem honum ber að virða. Þær helstu eru að:
- hvorki reykja né nota annað tóbak í húsakynnum skólans eða á lóðum hans. Bann þetta nær einnig til svokallaðra rafsígaretta og nikótínpúða. Sömu reglur gilda á heimavist skólans.
- ganga hreinlega um innan- og utandyra og setja rusl einungis í þar til gerð sorpílát. Sömu reglur gilda um heimavist skólans.
- neyta ekki áfengis eða annarra vímuefna né að hafa þau um hönd, né heldur að vera undir áhrifum þeirra í húsum eða á lóðum skólans, eða á samkomum í nafni skólans og/eða nemendafélagsins. Sama gildir um heimavist skólans.
- neyta ekki matar eða drykkjar í kennslustundum. Sama gildir um sælgætisneyslu. Neysla vatns úr vatnsílátum er undanþegin þessu banni.
- tala ekki í síma eða taka við símtölum í kennslustundum. Sama á við um smáskilaboð.
- óheimilt er að taka upp efni í kennslustundum á vegum FNV, bæði í kennslustofum og rafræna fyrirlestra, án skýrrar heimildar kennara. Hvort sem um er að ræða myndatöku, kvikmyndatöku eða hljóðupptöku.
- hafa kynnt sér reglur um eftirlits- / öryggismyndavélar í húsnæði skólans og réttindi sín í því sambandi.
- hvers kyns vopnaburður á vettvangi skólans eða viðburðum á hans vegum er með öllu óheimill. Þetta á við um hnífa og öll önnur vopn. Verði nemandi uppvís að vopnaburði á vettvangi skólans eða á heimavist, varðar það tafarlausan brottrekstur úr skóla og heimavist eftir atvikum.
Séu þessar reglur ekki virtar getur það varðað brottrekstur úr skólanum eða eftir atvikum synjun um skólavist og / eða heimavist.
02.09.2024
Ingileif Oddsdóttir, skólameistari.