KVMG2KT05(KG) - Kvikmyndataka eftir handriti

kvikmyndataka

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: KVMG1KV05 og KVMG1HA05
Nemendur kynnast undirbúningi og framkvæmd við upptöku á mynd og hljóði. Megin áhersla er lögð á beitingu kvikmyndatökuvélarinnar, lýsingu í samræmi við aðstæður og túlkun og val á tökustað. Nemendur kynna sér notkun nokkurra hjálpartækja fyrir tökuvélina s.s. krana, stöðuleikabúnað o.fl. Markmið áfangans er aukin færni í notkun kvikmyndatökuvélar með því að leysa af hendi mismunandi upptökuverkefni. Nemendur heimsækja upptökuver/tökustað/sjónvarpsstöð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • meginatriðum við undirbúning kvikmyndamyndatökumanns á tökustað, svo sem lýsingu, leikmynd, bakgrunn, val á tökuvélum, tækjabúnaði o.fl.
  • grunnþáttum varðandi verkaskiptingu milli upptökustjóra, myndatökumanns, tökumanns, skriftu og annarra lykilstarfsmanna
  • helstu hugtökum við vinnu á tökustað
  • gerð tökuáætlunar í samvinnu við leikstjóra og handritshöfund
  • meginreglum varðandi upptöku á mynd og hljóði á tökustað í samræmi við handrit/tökuáætlun

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja tökustað með hliðsjón af handriti og leggja mat á kosti mismunandi tökustaða til að koma til skila þeirri túlkun sem ætlast er til í kvikmyndahandriti
  • undirbúa tökur kvikmynda- og sjónvarpsefnis með gerð tökuáætlunnar þar sem fram komi hlutverk, staða og staðsetning lykilstarfsmanna
  • leggja mat á hversu marga tökustaði þarf og hversu langan tíma upptökulið þarf að vinna á tökustað til að öllum þeim sjónarhornum er fram koma í kvikmyndahandriti
  • taka upp hljóð á tökustað

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta gundvallarþætti varðandi staðsetningu, birtu, hreyfingu og sjónarhorn við upptöku kvikmyndaefnis
  • beita þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér varðandi birtu, hreyfingu og sjónarhorn við upptöku kvikmyndaefnis til að vinna að eigin skapandi kvikmyndatöku
  • aðgreina ólíkar þarfir við notkun mismunandi tökustaða og skila nothæfri mynd og hljóðupptöku er byggir á handriti og tökuáætlun
  • vinna með lykilstarfsmönnum á tökustað og tjá eigin afstöðu til álitamála, meta röksemdafærslu til komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi framkvæmd kvikmyndatökunnar
  • nýta þekkingu á viðfangsefnum og hugtakaþekkingu til að ná fram skapandi og blæbrigðaríkri kvikmyndatöku
Nánari upplýsingar á námskrá.is