Valáfangar sem eru í boði á vorönn 2026:
EFNA3LR05 Lífræn efnafræði
Markmið áfangans er að veita nemendum innsýn inn í heim lífrænnar efnafræði. Í þeim tilgangi eru helstu flokkar lífrænna efna kynntir, nafnakerfi þeirra og helstu efnahvörf, s.s. alkana, alkena, alkýna, arómatískra kolvetna, lífrænna halógena, alkóhóla og afleiða, ketóna, karboxýlsýra og afleiða, amína og amíða. Áhersla er lögð á sameindabyggingu og hvarfgang.

ELDS2JÁ03 Eldsmíði

ENSK3DY05 Enska, yndislestur

ERLE2ER01 Erlend samskipti

FABL2FA03 Fablab

FÉLV3HH05 Helförin og hugarheimur nasista

FRUM3FI05 Frumkvöðlafræði
Frumkvöðlafræði - Hvað er það?
Valáfangi þar sem þú lærir að fá hugmyndir, ákveða hvað er góð hugmynd og hvernig er hægt að koma henni í framkvæmd. Nemendur stofna saman fyrirtæki utan um hugmyndina sína og framkvæma hana. Hvert fyrirtæki fer svo í Smáralindina og kynnir hana í Vörumessu þar sem keppt er við aðra framhaldsskólanemendur um bestu hugmyndina.
Frábært fyrir skapandi ungt fólk til að prófa eitthvað nýtt.
ÍSLE3KF05 Kvikmyndafræði

ÍÞRÓ1HO01 Styrktarþjálfun í heitum sal
Fjölbreyttar styrktaræfingar sem henta öllum.
Unnið er með eigin líkamsþyngd, létt lóð og teygjur og vinnur hver á sínum hraða. Unnið er í mislöngum lotum þar sem kjarna- og styrktar æfingar eru í forgrunni.
Tímarnir eru byggðir upp með það að markmiði að styrkja og móta líkamann með öflugum kjarnaæfingum. Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal til að fá endurnýjunaráhrif og meiri vöðva mýkt.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í heitum sal:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðflæði
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð
ÍÞRÓ1SP01 Spinning
- Hvað er skemmtilegra en að hjóla og svitna og hlusta á góða tónlist?
- Komdu í spinning
ÍÞRÓ1ÚH01 Útivist
Áfangi er kenndur utan stundatöflu ef næg þátttaka fæst
- Förum í stuttar ferðir innan Skagafjarðar
- Göngur, sund, rafting og fleira
- Skemmtilegur áfangi í skemmtilegum félagsskap
ÍÞRÓ1ÞR03 Þreksport, lífsstíll
Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Þekki mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig. Þekki hvernig eigi að umgangast líkamsræktarsal og hvernig hægt sé að ná árangri í líkamsrækt. Farið verður yfir líkamsbeytingu og grunnatriði hollra lífsvenja.
ÍÞRÓ2SJ02 Sjálfboðalstörf innan íþróttahreyfingarinnar
Markmiðið með þessum áfanga er að kynna nemendur fyrir sjálfboðaliðastörfum innan íþróttahreyfingarinnar og mikilvægi þeirra í samstarfi við íþróttafélög á Norðurlandi vestra.
Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur og munu nemendur m.a. kynnast stjórnskipulagi íþróttahreyfingarinnar og rekstri, skyldum og ábyrgð stjórnarfólks, mikilvægi inngildingar og þeim fjölbreyttu störfum sem sjálfboðaliðar vinna af hendi innan íþróttahreyfingarinnar á degi hverjum.
Áfanginn fer fram utan hefðbundinnar stundaskrár, þ.e. fræðsluerindi eru haldin seinni part dags og nemendur vinna verklega þátt áfangans á þeim tíma sem hentar þeim og verkefninu.
JÓGA1HR01 Jóga

LÍFF3EF05 Erfðafræði
Erfðafræði ásamt grunnþáttum frumu-, sameinda-, og stofnerfðafræði.
Fjallað verður um erfðir, erfðatækni og blóðflokka.
Einnig verður fjallað um klónun, genaferjur, plöntu- og dýralíftækni.
LÖGF3LM05 Lýðræði og mannréttindi

STÆR4LF05 Línuleg algebra

TRÉS2FT02 Tölvustýrðar trésmíðavélar
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í virkni og notkun tölvustýrðra trésmíðavéla með áherslu á sambandið milli tölvuteikninga (CAD), færsluskipana (CAM) og framleiðslu (CNC).