Leiðbeiningar fyrir val

Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2024 fer fram dagana 6. til 13. mars. Valið fer fram í INNU.

Upplýsingar um námsbrautir eru á heimasíðu skólans

Upplýsingar um námsferla nemenda eru í Innu.

Deildarstjórar verða til aðstoðar við val á fundartíma 6. mars, deildarstjórar bóknámsgreina á bókasafni og deildarstjórar í verknámi í sérgreinastofum. Nemendur í dreifnámi fá aðstoð umsjónarmanna.

Nýnemar sem eru í lífsleikni fá aðstoð í lífsleiknitímum.

Hægt er að bóka tíma í INNU hjá námsráðgjafa og félagsráðgjafa til að fá aðstoð við val hjá þeim.

Sérgreinar verða valdar á nemendur í helgarnámi, en þeir þurfa að yfirfara val og huga að almennum greinum sem þeir eiga eftir.

Áfangar í boði raðað eftir deildum

Áfangar í boði raðað niður á annir brauta

Leiðbeiningar fyrir val í INNU