KVMG2LÝ05 - Lýsing og hljóð á tökustað

lýsing og hljóð á tökustað

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: KVMG2KT05 og KVMG2KL05
Í áfanganum er unnið með lýsingu og hljóðupptöku á tökustað. Nemendur kynnast hlutverki hljóðsetningar og tónlistar við uppbyggingu kvikmynda með því að horfa á valin atriði úr kvikmyndum með tilliti til lýsingar þeirra og hljóðlegrar uppbyggingar. Nemendur undirbúa lýsingu á tökustað og þjálfa grunnatriði við upptöku á hljóði fyrir kvikmynd. Nemendur hljóðvinna og hljóðsetja nokkur stutt myndskeið, með áherslu á samspil mismunandi lýsingar og hljóðs.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu hugtökum og verkferlum sem notuð eru þegar undirbúin er lýsing sviðsmyndar/tökustaðar og upptaka á hljóði við gerð kvikmyndar
 • mismunandi blæbrigðum og andrúmsloft sem unnt er að kalla fram með mismunandi tegundum lýsingar á leikmynd/tökustað
 • mismunandi blæbrigðum og andrúmsloft sem unnt er að framkalla með hljóðsetningu og tónlistarvali fyrir kvikmyndir
 • tæknilegum lausnum við upptöku á fjölbreytilegu hljóði fyrir kvikmynd
 • helstu hugtökum og verkferlum sem notuð eru þegar unnið er að litaleiðréttingu og áferð kvikmyndar í sérhæfðu klippiforriti og sérhæfðu forriti við myndræna eftirvinnslu kvikmyndar (t.d. motion, avid symphony og permier)
 • helstu hugtökum og verkferlum sem notuð eru þegar unnið er að hljóðsetningu kvikmyndar í sérhæfðu klippiforriti og sérhæfðu hljóðvinnsluforriti við eftirvinnslu kvikmyndar (t.d. pro tools)

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • undirbúa á faglegan hátt lýsingu á leikmynd/tökustað eftir þeim leiðbeiningum sem fram koma í handriti og tökuáætlun
 • velja búnað og staðsetja við lýsingu á leikmynd/tökustað í samræmi við þarfir
 • undirbúa á faglegan hátt hljóðupptöku á leikmynd/tökustað eftir þeim leiðbeiningum sem fram koma í handriti og tökuáætlun
 • gera greinarmun á aðferðum og tækni við upptöku á mismunandi tegundum hljóðs fyrir kvikmyndir eftir eðli þeirra og tilgangi
 • vinna markvisst og faglega að litaleiðréttingu og áferð kvikmyndar í sérhæfðu klippiforriti og sérhæfðu myndvinnsluforriti
 • vinna markvisst og faglega að hljóðsetningu kvikmyndar í sérhæfðu klippiforriti og sérhæfðu hljóðvinnsluforriti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • nýta faglega þekkingu sem hann hefur aflað sér til að greina mismunandi þarfir fyrir lýsingu á tökustað eftir eðli og frásagnarmáta kvikmyndaverks
 • nýta faglega þekkingu sem hann hefur aflað sér til að velja og staðsetja ljós og búnað vegna lýsingar á leikmynd/tökustað
 • nýta faglega þekkingu sem hann hefur aflað sér til að greina mismunandi þarfir fyrir hljóðupptöku fyrir kvikmynd og framkvæma þær í samræmi við þær leiðbeiningar er fram koma í handriti
 • nýta þekkingu og leikni til að starfa sem aðstoðarstarfskraftur við vinnu í sérhæfðum forritum við litaleiðréttingu, áferð og myndrænan lokafrágang kvikmyndar
 • nýta þekkingu og leikni til að starfa sem aðstoðarstarfskraftur við vinnu í sérhæfðum forritum við hljóðvinnslu og hljóðsetningu kvikmyndar
Nánari upplýsingar á námskrá.is