fab lab smiðja
Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: 1. þreps Fab Lab Smiðja
Farið er almennt yfir búnað í Fab Lab smiðjunni og möguleika sem felast í notkun hans. Farið er yfir notkun á Inkscape tvívíddar vektor hugbúnaði. Kennt hvernig stilla á stærð síðu, teikna upp hluti, breyta, flytja á mismunandi skráarsnið, breyta stærð, lögun og litum á hlutum. Kennt hvernig á að breyta raster myndum í vektor myndir. Farið er yfir helstu skipanir í teikniforritinu Sketchup og hvernig er hægt að nýta sér það til ýmissa verkefna. Farið er yfir grunnatriði í notkun á tölvustýrðum fræsara, 3D prentara, 3D skanna og gerð uppsteypumóta.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugmyndafræði fab lab
- Þeim möguleikum sem teikniforritið sketchup hefur uppá að bjóða
- helstu efnistegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
- kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
- getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
- aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina kosti og galla mismunandi samsetningaraðferða
- teikna í teikniforritinu inkscape og sketchup, notað þær teikningar sem vinnuteikningar fyrir laser, vínylskera, tölvustýrðan fræsara, 3d prentara og 3d skanna
- setja inn verkefni á netið
- skipuleggja og framkvæma eigin hugmyndir
- bera ábyrgð á efnisvali út frá því verkefni sem hann hefur kosið sér
- velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
Nánari upplýsingar á námskrá.is