NÝSK1VH04_8 - Hönnun1, verkleg smiðja

hönnun 1, verkleg smiðja

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Að nemendur búi yfir færni og þekkingu til þess að geta unnið með hin ýmsu efni sem þekkjast innan hönnunar, meðal annars; leir, gifs, vír, pappa, latex og ýmis önnur efni sem komavið sögu hönnunar. Þekkja helstu galla og kosti þess við hönnun á hinum ýmsu viðfangsefnum. Geta notfært sér þau við útfærslur á vinnu þeirra í áfanganum sem og í framtíðinni, þar á meðal tenging við önnur efni. Farið verður yfir hvernig hægt er að nota hin ýmsu efni í umhverfinu og endurnýta þau.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu efnistegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
 • kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
 • Þekkingu á algengum samsetningum á timbri
 • getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
 • aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun sorps
 • hvernig hægt er nýta hin ólíklegustu efni til endurvinnlsu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina kosti og galla hina ýmsu efna
 • geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmynd
 • bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
 • velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta komið hugmynd sinni á framfæri með því að búa til hin ýmsu líkön úr mismunandi efnum
 • greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mælt fyrir um aðgerðir til endurbóta
 • geta notfært sér nær umhverfi sitt til efnisvals í verkefni sín
Nánari upplýsingar á námskrá.is