KVMG1KV05 - Inngangur að kvikmyndagerð

kvikmyndagerð

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Markmið áfangans er að kynna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmynda-og/eða heimildarmyndaformið. Jafnframt að kynna fyrir nemendum mismunandi uppbyggingu kvikmynda eftir eðli þeirra og tegund. Nemendur læri meginatriði stuttmyndagerðar, gerð tökuáætlunar, undirbúning á upptökustað, grunnatriði í beitingu kvikmyndatökuvélar og grunnatriði við notkun sérhæfðs klippiforrits. Nemendur skila í lok áfangans stuttmynd (leikna eða heimildarmynd), sem unnin er í hópvinnu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • meginatriðum í uppbyggingu kvikmyndar
  • mismun á helstu tegundum kvikmynda
  • grunnatriðum við upptöku kvikmyndar s.s. gerð tökuáætlunar, undirbúningi fyrir tökur og beitingu kvikmyndatökuvélar
  • lýsingu og hljóðupptöku á tökustað
  • grunnatriðum við klippingu og samsetningu kvikmyndar
  • grunnatriðum hljóðvinnslu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja og geta nýtt sér grunnatriði handritsgerðar fyrir kvikmyndaverk
  • velja tökustað og undirbúa tökur með hliðsjón af leikmynd og lýsingu
  • skilja og geta tileinkað sér grunnatriði upptöku á mynd og hljóði
  • skilja og geta tileinkað sér grunnatriði við klippingu og samsetningu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja saman einfalda tökuáætlun að leikinni stuttmynd eða stuttri heimildarmynd
  • undirbúa og taka upp leikna stuttmynd eða stutta heimildarmynd
  • setja saman og ganga frá leikinni stuttmynd eða stuttri heimildarmynd
  • aðstoða við lítið sérhæfða vinnu með kvikmyndatökuvél
  • aðstoða við lítið sérhæfða vinnu í klippiforriti
Nánari upplýsingar á námskrá.is