NÝSK1LS04_1 - Leður- og roðsmiðja

leður- og roðsmiðja

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Að nemendur öðlist þekkingu og leikni í meðhöndlun þeirra áhalda og efna sem notuð eru í leður- og roðvinnu, við saumaskap og snið. Þekki til þess viðhalds og þeirra öryggisatriða sem við kemur þeim vélum og tækjum sem notuð eru. Hafi getu til þess að vinna og umgangast saumavélarnar og öll þau verkfæri sem þarf til leðurvinnunnar. Fái innsýn í sútunarferlið og sjái þann mun sem liggur í skinni sem hefur verið unnið og skinni þegar um hráefni er um að ræða. Þekki til sögu sútunnar á Íslandi og sjái tenginguna milli gamalla aðferða og nýrra.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu tegundum leðurs/roðs sem notaðar eru og við hvað þær eru notaðar
 • kostum og göllum hinna ýmsu tegunda leðurs/roðs
 • algengum vinnsluaðferðum, allt frá hrárri húð til fullsútaðs skinns
 • Þeirri þróun sem hefur orðið á sögu sútunar á Íslandi
 • getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
 • aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina kosti og galla mismunandi vinnsluaðferða
 • geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmynd
 • sauma á beinsaumavél fyrir leður, owerlock vélar fyrir ofin efni, tangavél fyrir leður og pelsvélar fyrir mokkaskinn
 • sníða
 • nota lím, kósa, smellur og annað sem þarf til að varan teljist fullunnin
 • bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
 • velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta komið hugmynd sinni á það form að möguleiki sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif skal vera sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
 • geta valið aðferðir og tæki sem þarf til þess að fullvinna hugmyndir sínar
 • greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
 • geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Nánari upplýsingar á námskrá.is