smiðja 2
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: Leður- og roðsmiðja, Rafsmiðja, Trésmiðja og Málmsmiðja
Að nemendur geti tekið fyrri þekkingu á hinum ýmsu efnum og unnið í framhaldi af fyrri þekkingu úr smiðjunum. Hér eiga nemendur að vinna að verkefni sem býr yfir þróun og frekari þekkingu á viðfangsefninu. Hér reynir á sköpunarhæfni nemandans, frumkvæði og sjálfstæða hugsun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvernig hægt er að nýta hin ýmsu efni og þróa hugmyndir sínar út frá viðfangsefninu
- kostum og göllum hinna ýmsu efnistegunda
- getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
- aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmynd
- haldið áfram með fyrir hugmyndir og þróað áfram eða vinna að nýrri hugmynd á nýjum forsendum
- bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
- velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
- greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
- geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Nánari upplýsingar á námskrá.is