mótun, plastlagning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: PLAS1PM05
Markmið áfangans er að kynna nemendum þróaðri gerðir og aðferðir við plastframleiðslu, framleiðsluaðferðir og framleiðslutækni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim kröfum sem smíðamót þurfa að fullnægja
- nútímalegum aðferðum við smíðar úr trefjaplasti
- verklagi sem þarf að viðhafa til að fá rétta og nákvæma lögun og yfirborðsáferð
- mismunandi efnum sem henta til mótagerðar og við plastlagningu með tilliti til lögunar og áferðar
- aðferðum við gæðaeftirlit með hráefnum, gerð prufustykkja og framkvæmd málningar á þeim
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja efni til og smíða mót til trefjaplastsmíði
- velja viðeigandi framkvæmd til framleiðslu á tilteknum hlut með tilliti til þeirra eiginleika sem sá hlutur skal gæddur
- teikna hlut sem á að framleiða, málsetja hann og reikna út hlutfall trefja og annars hráefnis og smíða hlutinn þannig að hann svari til þess sem hönnun hans gerði ráð fyrir.
- annast gæðapróf á hráefnum og fullunnum vörum bæði sjónrænt og með viðeigandi mælitækjum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- smíða flóknari smíðahluti úr trefjastyrktu plasti, með tilheyrandi styrk og áferð
- smíða mót til plastlagningar og samlokuhluti með mismunandi gerðum kjarnaefna
Nánari upplýsingar á námskrá.is