PLAS1PT05 - Plastframleiðslutækni

Plastframleiðslutækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Markmið áfangans er að kynna nemendum mismunandi framleiðsluaðferðir í plastiðn, framleiðsluundirbúning, svo sem smíði móta, efnisval, val á tækjabúnaði, framleiðslustýringu og framkvæmd eftirlits með gæðum framleiðslunnar. Í áfanganum er fjallað um líkana- og mótagerð, um verksmiðju- og framleiðsluskipulag, um áhöld og tæki til nota við framleiðslu, um frágang vöru og um tilhögun eftirlits með framleiðslunni. Verklegi þáttur námsefnis þessa áfanga felst í samhliða starfsnámi hjá viðurkenndu fyrirtæki eða innan skólastofnunar þar sem nemandi starfar að plastsmíði undir handleiðslu og fyrirsögn leiðbeinanda.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • framleiðsluferlum, tækjabúnaði og aðstöðu sem þarf til plastframleiðslu
  • nauðsynlegum undirbúningi að framleiðslu, þ.e. vali á viðeigandi efnum og tækjum til tiltekinnar framleiðslu
  • merkingum á umbúðum hráefna og fyrirmælum um meðferð þeirra
  • getu og takmörkunum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til framleiðsluaðferða, framleiðslugæða og afkasta
  • notkun tölvustýrðra iðnvéla í plastframleiðslu
  • aðferðum sem beitt er við framleiðslustýringu og eftirlit með framleiðslu afurða úr plasti
  • aðferðum og tækjabúnaði sem notaður er við fjöldaframleiðslu hluta úr plasti
  • aðferðum sem beita má til að auka framleiðslugetu eða hagkvæmni framleiðslu án þess að rýra gæði afurðar
  • framleiðsluferlum við notkun sprautusteypuvéla allt frá undirbúningi undir framleiðslu til þess er framleiðslu er lokið
  • framkvæmd gæðaeftirlits með framleiðslu á einstökum framleiðslustigum
  • aðferðum til að tryggja gæði hráefna og hagkvæma nýtingu þeirra
  • ráðstafanir sem viðhafa skal til að tryggja vinnuöryggi og heilsu starfsmanna

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta og greina kosti og galla mismunandi framleiðsluaðferða við val á framleiðsluaðferð til tiltekinnar framleiðslu
  • meta og velja heppilegasta tækjabúnað og framleiðsluaðferð við framleiðslu á tiltekinni afurð
  • mæla fyrir um framleiðsluferli við notkun sprautusteypuvéla allt frá undirbúningi framleiðslu, til þess er framleiðslu er lokið
  • útbúa ítarlega áætlun um hráefnisnotkun, framleiðslukostnað og nauðsynlegan verktíma
  • útbúa framleiðsluáætlun þar sem horft er til birgðastöðu hráefna, aðdrætti aðfanga og mannafla
  • mæla fyrir um og annast viðhald tækjabúnaðar og framleiðslueftirlit
  • annast viðeigandi gæðaeftirlit með framleiðslu og framkvæmd gæðamats
  • fara að fyrirmælum um meðferð hráefna og geymslu þeirra
  • útbúa prufur til nota við gæðaeftirlit og láta framkvæma viðeigandi prófanir á þeim.
  • greina orsakir galla sem fram koma í framleiðslu og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
  • sjá til þess að öllum heilbrigðis- og vinnuverndarskilyrðum, sem og umhverfisskilyrðum sem gilda um starfsemina sé fullnægt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja og bera ábyrgð á framleiðslu á afurðum úr plastefnum
  • tryggja að starfsemin lúti þeim heilbrigðis- og umhverfiskröfum sem gilda um slíka starfsemi
  • leiðbeint starfsmönnum og mælt fyrir um aðgerðir og ráðstafanir á mismunandi áföngum framleiðsluferlis
  • annast eða stjórnað gæðaeftirliti með framleiðslu fyrirtækis
Nánari upplýsingar á námskrá.is