Plastframleiðslutækni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: PLAS 1 PT 05
Markmið áfangans er að kynna nemendum framleiðsluaðferðir og framleiðslutækni við smíðar úr trefjaefnum umfram það sem fjallað er um í áfanga PLAS1PT05. Fjallað er um framleiðsluundirbúning og framleiðsluferla svo sem gerð og smíði móta, efnisval, efnisnotkun val á viðeigandi verkfærum og tækjabúnaði, framleiðslustýringu og ráðstöfunum við eftirlit með gæðum framleiðslunnar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hlutverki og ábyrgð framleiðslustjóra eða verkstjóra við trefjaplastsmíði
- getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til framleiðsluaðferða
- verklagi og verktíma á mismunandi framleiðslustigum, framleiðslustjórnun, notkun hráefna, birgðahald, heildarframleiðsluafköst og eftirlit með gæðum framleiðslu
- tilhögun framleiðslustýringar og eftirlits með framleiðslu afurða úr trefjaplasti
- aðferðum og tækjabúnaði sem hentar við fjöldaframleiðslu hluta úr plasti
- þáttum sem þarf að fullnægja til að nota “vaccum” kerfi við plastbátasmíði
- aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu fráefna
- reglum um húsakynni og aðstöðu við trefjaplastframleiðslu og tilhögun eftirlits
- reglum um starfsleyfi til smíði báta og skipa úr trefjaplasti og viðgerðir á þeim
- reglum sem gilda um smíði og viðgerðir á skipum og bátum og þær reglur sem gilda um eftirlit með smíði og viðgerðum
- ráðstöfunum sem viðhafa skal til að tryggja vinnuöryggi og heilsu starfsmanna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina kosti og galla mismunandi framleiðsluaðferða
- geta skipulagt framleiðsluferil við trefjaplastsmíði með tilliti til einstakra framleiðslustiga
- bera ábyrgð á efnisvali, öflun hráefna, annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framleiðsluna
- velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað til framleiðslunnar með tillliti til framleiðsluaðferðar
- skipuleggja einstaka framleiðsluþætti og efnisnotkun hvers þeirra
- sjá til þess að viðeigandi teikningum sé skilað til opinberra aðila og að lögboðið eftirlit fari fram með smíðinni
- greina orsakir galla sem fram koma í framleiðslu og mælir fyrir um aðgerðir til útbóta
- framkvæma áhættugreiningu á framleiðsluferli til að koma í veg fyrir tjón vegna bilana í tækjum eða óvæntum truflunum í starfseminni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skipuleggja og stjórna smíði eða viðgerðum og breytingum á skipum sem smíðuð eru úr trefjaplasti
- sjá til þess að farið sér að þeim lögum og reglum sem um slíka starfsemi gilda
- sjá til þess að gæði framleiðslunnar samræmist þeim kröfum og reglum sem um hana gilda hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is