SLÁT2DS03 - Danska fyrir sláturiðn

Danska fyrir sláturiðn

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf eða ígildi þess. Raunfærnimat.
Í áfanganum er lögð áhersla á hefðbundið talað og ritað mál. Áhersla er á að auka lesskilning og orðaforða nemenda, munnlega og skriflega tjáningu. Nemendur þjálfist í notkun á hjálpartækjum við leit að upplýsingum t.d er tengjast faginu. Áhugi er vakinn á danskri menningu og slátraranám í Danmörku notað sem hugmynd að verkefnavinnu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi þess að geta útvegað og tileinkað sér upplýsingar og þekkingu varðandi daglegt líf og fagsvið sitt.
  • mikilvægi notkunar á hjálpargögnum s.s. orðabókum, málfræði- og uppsláttarritum sem og rafrænum miðlum.
  • mikilvægi þess að nota tungumálið á virkan þátt bæði í hversdagslífi og atvinnulífi á þeim sviðum sem tengjast fagþekkingu nemenda.
  • mikilvægi þess að læra vinnubrögð varðandi tungumálanám og notkun málsins sem nýtist í frekara nám og starfi.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig á einföldu og auðskildu máli í ræðu og riti
  • rita almennan texta á áhugasviði og fagsviði nemenda og með aðstoð orðabókar.
  • lesa almenna texta á áhugasviði og fagsviði nemenda og með aðstoð orðabókar jafnvel erfiðari texta.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita trú á eigin getu til tjáskipta á dönsku bæði almennt og ekki síður þegar horft er til fagsviðs.
  • beita fræðilegum vinnubrögðum tungumála við áframhaldandi nám og störf.
Nánari upplýsingar á námskrá.is