Íslenska fyrir sláturiðn
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf eða ígildi þess. Raunfærnimat.
Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í lesskilningi á fagtengdu námsefni, skýrum framburði, ritun og munnlegri tjáningu Farið er í grunnþætti ritgerða og verkefnasmíða. Nemendur skrifa lýsandi texta s.s skýrslur um fagtengd viðfangsefni, flytja kynningar um viðfangsefni slátrunar og gera heimildaritgerð.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum sem notuð eru við ritgerðar og verkefnagerð ásamt heimildavinnu.
- að koma hugsunum sínum og skoðunum í orð, bæði í ræðu og riti.
- málfræðihugtökum og ritreglum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa stafréttan texta og skýrslur um fagtengd málefni.
- rita rökfærsluritgerðir um fagtengt viðfangsefni þar sem nemandi beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt.
- nýta sér málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni.
- flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tileknum málefnum.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna að skapandi verkefnum í tengslum við fagtengt viðfangsefni og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun.
- beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti s.s við kynningar á fagtengdu efni og í fagtengdum umræðum.
- taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is