SLÁT2ES03 - Enska - slátraraiðn

Enska - slátraraiðn

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf eða ígildi þess. Raunfærnimat.
Í áfanganum er lögð áhersla á einfalt enskt tal og ritmál, þar sem viðfangsefni í verkefnum nemenda eru fagið, starfið, vinnustaðurinn, tækin, hreinlæti, auglýsingar og gæði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi þess að geta útvegað og tileinkað sér upplýsingar og þekkingu varðandi daglegt líf og fagsvið sitt sem slátrari.
  • mikilvægi þess að geta talað og skrifað einfalda og auðskilda ensku í ræðu og riti.
  • notkun hjálpargagna s.s. orðabóka, málfræði- og uppsláttarrita sem og rafrænna miðla.
  • mikilvægi þess að læra vinnubrögð varðandi tungumálanám og notkun þess sem nýtist í frekara nám og starfi.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa almenna texta á áhugasviði og fagsviði slátrunar og með aðstoð orðabókar jafnvel erfiðari texta.
  • Útvega sér og tileinka sér upplýsingar og þekkingu varðandi daglegt líf og fagsvið sitt.
  • tjá sig á einföldu og auðskildu máli í ræðu og riti.
  • rita almennan texta á áhugasviði og fagsviði og með aðstoð orðabókar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Öðlast tiltrú á eigin getu til tjáskipta og á rituðu máli á ensku bæði almennt og í daglegu starfi sínu sem slátrari.
Nánari upplýsingar á námskrá.is