Læsi, ritun, tjáning
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Hagnýt íslenska 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í lestri á fjölbreyttu efni, svo sem afþreyingarefni, fagurbókmenntum, nytjatextum, rafrænu og myndrænu efni. Nemendur kynnast helstu grunnhugtökum um málnotkun og ritun og þjálfast í að koma skoðunum sínum, túlkun og úrvinnslu á ýmiskonar efni til skila á fjölbreyttan hátt
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ýmsum hugtökum í ritun
- stafrænu læsi og miðlalæsi
- ólíkum aðferðum við úrvinnslu efnis og upplýsinga
- notkun mismunandi miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun
- helstu atriðum varðandi munnlega framsetningu efnis
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lestri fjölbreyttra texta
- ýmiskonar ritun til dæmis blaða- og vefgreina, gagnrýni, lagatexta, handrita og smásagna
- kynningu á eigin efni og annarra
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- takast á við álitamál í ræðu og riti
- velja sér viðfangsefni og aðferðir við úrvinnslu þess
- túlka og meta ýmiskonar texta og myndmiðla og koma þeirri túlkun á framfæri á markvissan og skipulegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is