ÍÞRÓ1HA01 - Almenn heilsurækt

almenn líkams og heilsurækt, hreyfing, likamsræktarsalur

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Þekki mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig umgangast skal líkamsræktar sal
  • hvernig nemendur geti sem best náð árangri í heilsu og líkamsrækt
  • líkamsbeitingu við dagleg störf
  • grunnatriðum mataræðis og hollra lífsvenja

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér einfaldra og hagnýtra upplýsinga um líkamsrækt
  • ráða og skilja helstu hugtök sem tengjast líkamsrækt á netinu
  • vinna í líkamsræktarsal án kennara eða þjálfara

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja æfingaprógram og vinna eftir því í líkasræktarsal
  • skipuleggja þjálfun fyrir sjálfa sig hvort heldur þol- eða styrktarþjálfun
  • rækta líkama sinn sjálfum sér til heilsubótar og ánægju
Nánari upplýsingar á námskrá.is