boltaíþróttir, líffræði hreyfingar
Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist, kynnist og geti tileinkað sér ýmsar boltaíþróttir Þekki mikilvægi hreyfingar á líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- boltaíþróttum almennt
- helstu reglum hverrar íþróttar svo þeir geti stundað og haft gaman af
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leika boltaíþrótt að eiginvali svo þeir geti spilað og skilið íþróttina
- skilja hugtök í þeirri boltaíþrótt sem þau velja sér
- spila valda boltaíþrótt án kennarar eða þjálfara sér til ánægju og yndisauka
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta skipulagt æfingu í boltaíþrótt að eiginvali
- skipuleggja, skilja og stunda ákveðna boltaíþrótt að eiginvali
- geta stundað boltaíþrótt að eiginvali sér til ánægju
Nánari upplýsingar á námskrá.is