NÁSS1VI02 - Náms- og starfsfræðsla

Náms- og starfsfræðsla, sækja um starf, vinnumarkaður

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: NÁSS1ÁM02
Í áfanganum þjálfist nemendur í að leita að námi og starfi, gera náms- og starfsferilskrá og sækja um nám eða starf. Vinnumarkaðurinn er skoðaður, sérstaklega vinnumarkaður nærumhverfisins með starfsval í huga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vinnumarkaði, sérstaklega vinnumarkaði nærumhverfisins
  • réttindum og skyldum á vinnumarkaði
  • hvernig á að leita að starfi
  • hvernig á að gera starfsferilskrá
  • hvernig á að gera europass ferilskrá
  • hvernig á að sækja um starf

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skoða vinnumarkaðinn
  • þekkja réttindi og skyldur á vinnumarkaði
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í leit að námi og starfi
  • gera starfsferilskrá
  • búa til europass ferilskrá

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera virkur í atvinnuleit
  • skilja hvernig starfsferilskrá nýtis á vinnumarkaði
  • nýta sér starfstengdar upplýsingaveitur sem má finna á veraldarvefnum
  • geta sótt um starf
Nánari upplýsingar á námskrá.is