STÆR1AD03 - Grunnaðgerðir algebru

algebra, brot, hlutfallareikningur

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Þekkingarviðmið.
Aðalmarkið áfangans er að auka skilning nemandans á undirstöðum reikniaðgerða og hvernig hægt er að nýta þá færni í daglegu lífi. Í áfanganum er lögð megináhersla á nemandi tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og þjálfist í samvinnu og rökhugsun.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • bókstafareikningi
 • jöfnum
 • almennum brotum/hlutfallareikningi
 • einföldum fjármálareikningi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • leysa bókstafareikning í einfaldri mynd
 • leysa einfaldar jöfnur úr daglegu lífi
 • beita einföldum fjármálareikningi sem snýr að daglegu lífi og neyslu
 • vinna í hópi og gera grein fyrir niðurstöðum
 • beita hlutfallareikningi

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • nýta sér reikniaðferðir til að skilja og leysa verkefni daglegs lí
 • geta beitt stærðfræði við verkefni sem varða samskipti hans við samfélagið
 • hugsa rökrétt, frá einu skrefi til annars
 • sannreyna niðurstöður
Nánari upplýsingar á námskrá.is