TÆKN3TV05 - Tölvustýrðar vélar

Notkun tölvustýrðra véla

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: TÖLI2IV05
Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í virkni og notkun tölvustýrða véla með áherslu á sambandið milli tölvuteikninga, færsluskipana og loks framleiðslu. Fjallað er um helstu hugtök sem tengjast notkun tölva í framleiðsluumhverfi, stafræna stýringu og forritun CNC véla. Nemendur öðlast einnig þekkingu í öryggismálum varðandi umgengni við tölvustýrðar vélar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • tölvustýrðum vélum með 3 til 4 ásum
 • grunnþáttum í virkni cnc véla
 • x, y og z ásum
 • viðmóti mismunandi forrita
 • notkun undirforrita sem þátta í aðalforriti
 • öryggisreglum við umgengni tölvustýrðar vélar
 • á núllpunkti og uppstillingu smíðahluta í vél með tilliti til hans
 • öllum þáttum fræsiferils og samhengi þeirra
 • samhengi verkfæra- og efnisvals

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • að vista og geyma gögn í tölvuumhverfinu
 • velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnaðar með tilliti til mismunandi verkefna
 • prenta út verkefni á cnc stýrðri vél
 • leiðrétta, bæta við og laga línur í forriti
 • setja upp verkfæri á tölvustýrðar vélar
 • umgangast og starfa við tölvustýrða vél á öruggan hátt
 • skipuleggja og framkvæma eigin hugmyndir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta notað cnc tækni við úrlausn verkefna
 • kanna hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
 • greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til úrbóta
Nánari upplýsingar á námskrá.is