SKYM1SL03 - Skyndihjálp - sláturiðn

skyndihjálp slátrari

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í markvissum vinnubrögðum hvað varðar vinnuslys, hópslys og náttúruhamfamfarir. Kennsla í skyndihjálp fer fram með bóklegum og verklegum æfingum. Áhersla er á almenna skyndihjálp við slasaða og sjúka.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • algengustu slysum sem verða á vinnustað með áherslu á frumframleiðslufyrirtæki líkt og sláturhús.
  • mikilvægi þess að kunna og geta beitt þeim handtökum sem þarf við fyrstu hjálp og geti veitt markvissa hjálp á vettvangi.
  • mikilvægi helstu viðbragða og ráðstafana við slysum sem verða á vinnustað.
  • mikilvægi forvarna hvað varðar vinnuslys.
  • Þeim hættum sem geta stafað af efnum, t.d klór og öðrum sambærilegum efnum og gert varúðarráðstafanir gagnvart þeim.
  • staðsetningu sjúkrakassa og kunni að nota innihald hans við fyrstu hjálp.
  • viðbrögðum við brunavörnum og meðferð mismunandi slökkvitækja.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita markvissri fyrstu hjálp við þeim slysum sem verða á vinnustað með áherslu á sláturhús.
  • bregðast við með markvissum vinnubrögðum ef eldur kemur upp á vinnustað með áherslu á sláturhús.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta beitt undirstöðuþekkingu sinni í fyrstu hjálp og markvissum vinnubrögðum ef slys verða á vinnustað sem og ef um hópslys eða slys vegna náttúruhamfara á sér stað.
Nánari upplýsingar á námskrá.is